Innlent

Ætla ekki að krefjast afsagnar Dags

Samúel Karl Ólason skrifar
Hildur Sverrisdóttir og Dagur B. Eggertsson.
Hildur Sverrisdóttir og Dagur B. Eggertsson.
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir merkilegt að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telji að hann þurfi ekki að íhuga hvernig hann geti axlað ábyrgð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að fara fram á að Dagur segi af sér, á sérstökum fundi vegna Ísraelsmálsins sem fram fer á morgun.

Í frétt Fréttablaðsins í dag, segir Dagur að orð Hildar um að hann hljóti að íhuga afsögn vegna málsins vera „býsna stór“.

„Ég sé að borgarstjóra finnst að orð mín um að hann ætti að íhuga afsögn séu stór orð. Það þykir mér áhugavert. Það verður að teljast merkilegt að í þessu risavaxna klúðri telji borgarstjóri að hann þurfi ekki einu sinni að íhuga hvernig hann getur best axlað sína ábyrgð til að stemma stigu við skaðanum sem þetta illa unna mál hefur valdið.“

Þetta skrifaði Hildur á Facebook síðu sinni í dag.

Hildur segir einnig að hvorki hún né Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn muni krefjast formlega afsagnar Dags sem borgarstjóra. Hann verði einn að meta og axla sína ábyrgð og standa með því gagnvart kjósendum.

„Það er helsti og besti öryggisventill stjórnmálanna að kjósendur eiga alltaf síðasta orðið og enginn í þessu máli er að fara að breyta því. En að benda á að borgarstjóri, í hlutverki sínu sem æðsti valdhafi borgarinnar í þessu máli, eigi að íhuga hvernig best sé að axla þá pólitísku ábyrgð sína nógu sannfærandi er ekki stóryrt – það er sjálfsagt.“

Ég sé að borgarstjóra finnst að orð mín um að hann ætti að íhuga afsögn séu stór orð. Það þykir mér áhugavert. Það verð...

Posted by Hildur Sverrisdóttir on Monday, September 21, 2015

Tengdar fréttir

„Skaðinn er skeður“

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa fundið fyrir miklum viðbrögðum vegna Ísraelsmálsins og meðal annars fengið haturspósta.

Engin sniðganga í Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð.

„Að taka Dag á þetta“

Stjórnarsinnar skemmta sér konunglega vegna vandræða Dags B. Eggertssonar og sjá pólitísk sóknarfæri í erfiðleikum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×