Enski boltinn

Fleiri leiðinlegir fundir framundan hjá Van Gaal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fimm atriði sem við ætlum að kíkja á í dag, hellið upp á kaffibolla.
Fimm atriði sem við ætlum að kíkja á í dag, hellið upp á kaffibolla. Vísir/Getty
Louis Van Gaal segir leikmenn sína mega eiga von á fleiri leiðinlegum fundum á næstu vikum eftir að hafa séð lærisveina sína vinna öruggan 3-1 sigur á erkifjendunum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Rætt var um fyrir stórleik helgarinnar að eldri leikmenn liðsins hefðu farið á fund til hans til þess að kvarta undan æfingaraðferðum hollenska knattspyrnustjórans. Neyddist Van Gaal til þess að svara spurningum á blaðamannafundi hvort hann væri farinn að missa leikmannaklefann.

Van Gaal benti á að þeir hefðu skorað fyrsta markið upp úr föstu leikatriði sem hefði verið rætt á fundi.

„Allir fundirnir og æfingarnar þar sem við æfðum föstu leikatriðin borguðu sig á endanum, það var mjög jákvætt því þetta mark breytti leiknum. Við gætum þurft að halda fleiri leiðinlega fundi á næstunni. Leikmennirnir þurfa að vera fagmannlegir og meðtaka það sem kemur fram á þessum fundum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×