Enski boltinn

Henderson hitti sérfræðing í Bandaríkjunum vegna meiðslanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Henderson í leik Liverpool gegn Bournemouth.
Henderson í leik Liverpool gegn Bournemouth. Vísir/getty
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, flaug í gær til Bandaríkjanna til þess að fá álit sérfræðings á meiðslum sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Henderson sem tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard fyrr í sumar hefur ekki leikið með Liverpool frá leiknum gegn Bournemouth í annarri umferð.

Hefur Liverpool aðeins fengið eitt stig úr þremur leikjum án hans eftir að hafa nælt í fullt hús stiga með hann innanborðs í fyrstu tveimur umferðunum.

Var talið að hann þyrfti jafnvel að fara í uppskurð en samkvæmt staðarblaðinu í Liverpool ferðaðist hann til Bandaríkjanna til þess að finna lausn á meiðslunum en hann mun ekki fara í aðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×