Enski boltinn

Southampton ætlar að halda Koeman

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Koeman hefur gert góða hluti á St Mary's.
Koeman hefur gert góða hluti á St Mary's. vísir/getty
Southampton ætlar að bjóða Ronald Koeman, knattspyrnustjóra liðsins, nýjan og betri samning að því er fram kemur í frétt Mirror.

Núverandi samningur Koeman rennur út í lok júní 2017 en hann hefur gert góða hluti síðan hann tók við Southampton sumarið 2014.

Koeman hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá hollenska landsliðinu en Southampton ætlar að halda í þennan 52 ára Hollending sem var farsæll leikmaður á sínum tíma.

Þrátt fyrir að hafa misst marga lykilmenn enduðu Dýrlingarnir í 7. sæti á síðasta tímabili sem er besti árangur liðsins frá stofnun ensku úrvalsdeildinnar.

Southampton vann sér þar með sæti í Evrópudeildinni en liðinu mistókst þó að komast í riðlakeppni hennar eftir tap fyrir dönsku meisturunum í Midtjylland í forkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×