Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 08:31 Julia Simon fagnar hér sigri á heimsbikarmóti. Getty/Christian Manzoni/ Skíðaskotfimistjarnan Julia Simon hefur verið dæmd í sex mánaða bann af aganefnd franska skíðasambandsins, FFS, en bannið er það stutt að hún getur keppt á Ólympíuleikunum á næsta ári. Lykilatriði í því er að fimm af þessum sex mánuðum eru skilorðsbundnir. Simon var nýlega dæmd fyrir greiðslukortasvik og þjófnað. Hún sleppur með að afplána eins mánaðar bann og missir bara af upphafi heimsbikarsins, en mun geta tekið þátt í Ólympíuleikunum í Mílanó og Cortina d'Ampezzo á Ítalíu. ⚖️⛷️Suspendue 1 mois, Julia Simon participera aux J.O 2026 ! Elle manquera la première étape de coupe du monde, elle pourra donc décrocher sa place pour les Jeux Olympiques d'hiver qui débutent dans quelques mois.#LeMorningRMC pic.twitter.com/rh2ZYcKGif— RMC (@RMCInfo) November 7, 2025 Simon vann heimsbikartitilinn í samanlögðu árið 2023 og á tíu gullverðlaun frá heimsmeistaramótum. Hún var einnig sektuð um þrjátíu þúsund evrur (4,4 milljónir króna) af aganefnd FFS. Fyrir tveimur vikum var Simon dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu fimmtán þúsund evra sektar (um 2,2 milljónir íslenskra króna) fyrir þjófnað og svik gegn meðal annars liðsfélaga sínum, Justine Braisaz-Bouchet. Hún var dæmd fyrir að hafa ítrekað notað bankakort liðsfélaga síns í franska landsliðinu, Justine Braisaz-Bouchet, og annars starfsmanns franska liðsins til að kaupa vörur á netinu fyrir meira en tvö þúsund evrur. Dómurinn í dómstóli í Albertville féll stuttu eftir að Simon, mörgum að óvörum, lagði öll spil á borðið í réttarsalnum og játaði sakir samkvæmt ákæru. „Ég get ekki útskýrt það. Ég man ekki eftir að hafa gert þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði hin 29 ára gamla íþróttakona við yfirheyrslur í Albertville, eins og haft er eftir henni í héraðsblaðinu Le Dauphiné Libéré. Simon játaði þjófnaðinn við yfirheyrslurnar og bað fórnarlömbin afsökunar. Julia Simon a écopé d'une suspension de 6 mois -dont 5 avec sursis- par la Fédération française de ski. La biathlète manquera la première étape de la Coupe du monde 2025-2026, mais devrait bien pouvoir disputer les JO de Milan-Cortina en février prochain. https://t.co/0g9bwIJmam pic.twitter.com/hZHTqMYV6o— L'Équipe (@lequipe) November 6, 2025 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Lykilatriði í því er að fimm af þessum sex mánuðum eru skilorðsbundnir. Simon var nýlega dæmd fyrir greiðslukortasvik og þjófnað. Hún sleppur með að afplána eins mánaðar bann og missir bara af upphafi heimsbikarsins, en mun geta tekið þátt í Ólympíuleikunum í Mílanó og Cortina d'Ampezzo á Ítalíu. ⚖️⛷️Suspendue 1 mois, Julia Simon participera aux J.O 2026 ! Elle manquera la première étape de coupe du monde, elle pourra donc décrocher sa place pour les Jeux Olympiques d'hiver qui débutent dans quelques mois.#LeMorningRMC pic.twitter.com/rh2ZYcKGif— RMC (@RMCInfo) November 7, 2025 Simon vann heimsbikartitilinn í samanlögðu árið 2023 og á tíu gullverðlaun frá heimsmeistaramótum. Hún var einnig sektuð um þrjátíu þúsund evrur (4,4 milljónir króna) af aganefnd FFS. Fyrir tveimur vikum var Simon dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu fimmtán þúsund evra sektar (um 2,2 milljónir íslenskra króna) fyrir þjófnað og svik gegn meðal annars liðsfélaga sínum, Justine Braisaz-Bouchet. Hún var dæmd fyrir að hafa ítrekað notað bankakort liðsfélaga síns í franska landsliðinu, Justine Braisaz-Bouchet, og annars starfsmanns franska liðsins til að kaupa vörur á netinu fyrir meira en tvö þúsund evrur. Dómurinn í dómstóli í Albertville féll stuttu eftir að Simon, mörgum að óvörum, lagði öll spil á borðið í réttarsalnum og játaði sakir samkvæmt ákæru. „Ég get ekki útskýrt það. Ég man ekki eftir að hafa gert þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði hin 29 ára gamla íþróttakona við yfirheyrslur í Albertville, eins og haft er eftir henni í héraðsblaðinu Le Dauphiné Libéré. Simon játaði þjófnaðinn við yfirheyrslurnar og bað fórnarlömbin afsökunar. Julia Simon a écopé d'une suspension de 6 mois -dont 5 avec sursis- par la Fédération française de ski. La biathlète manquera la première étape de la Coupe du monde 2025-2026, mais devrait bien pouvoir disputer les JO de Milan-Cortina en février prochain. https://t.co/0g9bwIJmam pic.twitter.com/hZHTqMYV6o— L'Équipe (@lequipe) November 6, 2025
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira