Enski boltinn

Henderson brotinn og líklega frá í tvo mánuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henderson á æfingunni örlagaríku í gær.
Henderson á æfingunni örlagaríku í gær. vísir/getty
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður ekki með Liverpool næstu vikurnar en hann braut bein í fæti. Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool sem meiddist á æfingu Liverpool í gær, en hann var nýmættur til Englands frá Bandaríkjunum.

Í Bandaríkjunum var Henderson í skoðun í New Jersey þar sem sérfræðingur skoðaði hælvandræði Henderson sem hafa plagað hann undanfarnar vikur.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi í gær að hann vonaðist til að fyrirliðinn myndi verða klár gegn Norwich á sunnudag en svo er ekki. Henderson fer í aðgerð á mánudag og verður líklega frá þangað til í nóvember.

Henderson hefur ekki spilað leik síðan 17. ágúst þegar Liverpool vann 1-0 sigur á Bournemouth, en hann hefur misst af þremur deildarleikjum síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×