Enski boltinn

Ferguson hætti með United vegna konunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sir Alex Ferguson, einn besti knattspyrnustjóri sögunnar, hefur gefið út hvers vegna hann hætti með Mancheter United sumarið 2013 eftir þrettánda Englandsmeistaratitil sinn með félaginu.

„Ég sá að hún var að horfa á sjónvarpið eitt kvöldið og hún horfði upp í loft. Ég sá að hún var einmanna. Hún og Bridget voru tvíburar," sagði Sir Alex í samtali við The Telegraph. Bridget var systir konu Ferguson, Lady Cathy, en hún lést í október 2012.

Lady Cathy sannfærði mann sinn um að hætta ekki sem stjóri Manchester United árið 2002 þegar hann íhugaði að hætta, en hún var ekki á sama máli núna.

„Ég vissi að hún vildi að ég hætti," sagði Sir Alex og bætti við að hann hefði haldið áfram hefði Bridget ekki dáið í október 2012.

Síðar meir tileinkaði Sir Alex Bridget ævisögu sína sem bar nafnið: Bridget - Cathy's sister, rock and best friend eða Bridget - systir Cathy, klettur og besti vinur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×