Enski boltinn

Dýrlingarnir frá Van Dijk frá Celtic

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Virgil van Dijk verður á St. Marys næstu fimm árin.
Virgil van Dijk verður á St. Marys næstu fimm árin. mynd/saintsfc.com
Southampton er búið að kaupa hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk af Skotlandsmeisturum Celtic, en Van Dijk skrifaði undir fimm ára samning við Dýrlingana. Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins.

Van Dijk hefur verið eftirsóttur af liðum úr ensku úrvalsdeildinni í rúmt ár, en hann kom til Celtic frá Groningen í Hollandi árið 2013.

Sjá einnig:Í beinni: Lokadagur félagaskipta á Englandi | Glugginn lokar kl. 17.00

Celtic vildi halda Hollendingnum hjá félaginu út tímabilið, en eftir að Kári Árnason og félagar í Malmö skelltu Skotlandsmeisturunum í Meistaradeildinni var orðið nokkuð ljóst að Van Dijk myndi yfirgefa Celtic.

Van Dijk er stór og sterkur miðvörður sem Íslendingar kannast ágætlega við, en hann kom til Íslands í fyrra og spilaði við KR og svo aftur í ár þegar Stjarnan mætti Celtic í meistaradeildinni.

Þessi 24 ára gamli leikmaður á enga landsleiki fyrir A-landslið Hollands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×