Hundruð milljóna fóru í ferðir á Ísland-Holland Sæunn Gísladóttir skrifar 4. september 2015 07:00 Um 3.000 Íslendingar lögðu leið sína á leikvanginn í Hollandi til að styðja strákana okkar í landsleiknum í gærkvöldi. Varlega má áætla að stuðningsmennirnir hafi samtals eytt yfir 300 milljónum króna í ferðina. Tekjur af miðasölu til Íslendinga námu 13,5 milljónum króna, en miðinn kostaði 4.500 kr. Um 450 manns bókuðu pakkaferðir með þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins fyrir 100-150 þúsund krónur á mann. Tekjur af þeim hafa numið yfir 50 milljónum króna; 100 miðar seldust hjá Úrvali Útsýn en þar kostaði pakkinn án miða á leikinn frá 100 þúsund krónum. Tekjur af því hafa því numið 10 milljónum króna. 150 miðar seldust hjá Vita ferðum, þar sem miðinn var innifalinn, nokkuð jöfn skipting var þar í einbýli og tvíbýli, pakkarnir kostuðu milli 80 og 150 þúsund króna. Tekjur af því hafa því numið 17,3 milljónum króna. Tæplega 200 miðar seldust hjá Gaman ferðum þar sem meðalverð á pakka nam 115 þúsund krónum án miða á leikinn. Tekjur af því hafa því numið 23 milljónum króna. Stærsti hópurinn hefur ferðast á eigin vegum, en miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum. Þar fyrir utan má ætla að kostnaður við fæði, uppihald og samgöngur kosti a.m.k. milli 10-20 þúsund krónur á dag. Þá er algengt verð fyrir stóran bjór á bar í Amsterdam 5 evrur eða um 720 íslenskar krónur. Stuðningsmenn setja þó kostnaðinn ekki fyrir sig. Ingimar Ari Jensson er einn Íslendinganna sem staddir eru í Hollandi. Hann greiddi 104 þúsund krónur fyrir þriggja daga ferð til Amsterdam með Úrvali Útsýn. Hann var umkringdur syngjandi stuðningsmönnum Íslands þegar blaðamaður náði tali af honum. Aðspurður hvort hann setji kostnaðinn fyrir sig segir Ingimar: „Ég fer ekki á hvern leik en þetta er í lagi svona einu sinni og einu sinni.“ Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Um 3.000 Íslendingar lögðu leið sína á leikvanginn í Hollandi til að styðja strákana okkar í landsleiknum í gærkvöldi. Varlega má áætla að stuðningsmennirnir hafi samtals eytt yfir 300 milljónum króna í ferðina. Tekjur af miðasölu til Íslendinga námu 13,5 milljónum króna, en miðinn kostaði 4.500 kr. Um 450 manns bókuðu pakkaferðir með þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins fyrir 100-150 þúsund krónur á mann. Tekjur af þeim hafa numið yfir 50 milljónum króna; 100 miðar seldust hjá Úrvali Útsýn en þar kostaði pakkinn án miða á leikinn frá 100 þúsund krónum. Tekjur af því hafa því numið 10 milljónum króna. 150 miðar seldust hjá Vita ferðum, þar sem miðinn var innifalinn, nokkuð jöfn skipting var þar í einbýli og tvíbýli, pakkarnir kostuðu milli 80 og 150 þúsund króna. Tekjur af því hafa því numið 17,3 milljónum króna. Tæplega 200 miðar seldust hjá Gaman ferðum þar sem meðalverð á pakka nam 115 þúsund krónum án miða á leikinn. Tekjur af því hafa því numið 23 milljónum króna. Stærsti hópurinn hefur ferðast á eigin vegum, en miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum. Þar fyrir utan má ætla að kostnaður við fæði, uppihald og samgöngur kosti a.m.k. milli 10-20 þúsund krónur á dag. Þá er algengt verð fyrir stóran bjór á bar í Amsterdam 5 evrur eða um 720 íslenskar krónur. Stuðningsmenn setja þó kostnaðinn ekki fyrir sig. Ingimar Ari Jensson er einn Íslendinganna sem staddir eru í Hollandi. Hann greiddi 104 þúsund krónur fyrir þriggja daga ferð til Amsterdam með Úrvali Útsýn. Hann var umkringdur syngjandi stuðningsmönnum Íslands þegar blaðamaður náði tali af honum. Aðspurður hvort hann setji kostnaðinn fyrir sig segir Ingimar: „Ég fer ekki á hvern leik en þetta er í lagi svona einu sinni og einu sinni.“
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira