Svartamarkaðsbrask með miða á landsleikinn blómstrar Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2015 10:18 Jóhann vallarstjóri er með allt á hreinu. Íslendingar njóta þess að fá þúsund miða sem Kasakar nýta ekki. Á netmarkaðstorginu Bland eru miðar á landsleik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn komnir upp í 25 þúsund krónur síðast þegar spurðist og fer verð hækkandi. Þjóðin er varla búin að jafna sig eftir glæstan sigur gegn Hollendingum í gær; en strax á sunnudag er leikur á Laugardagsvelli í riðlakeppni EM. Ísland – Kasakstan. Þar ræðst að öllum líkindum hvort Íslendingar komast í úrslitakeppnina sjálfa. Löngu er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu. Þetta er stemmning sem margir vilja upplifa. Eftirspurn er því mikil eftir miðum á leikinn og þá blómstrar hinn svarti markaður.Varað við útprentuðum E-miðum Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli og þar stendur mikið til. Hann segir að aukin öryggisgæsla verði á vellinum, 130 manns að minnsta kosti og þá var verið að taka í notkun nýja miðaskanna í stúku austur, stúkan með bláu sætunum, sem á að veita aukið öryggi og skilvirkni. Að sögn Jóhanns hafa þeir ekki lent í því að þurfa að stöðva fólk með falsaða miða en þeir vara engu að síður við því að fólk kaupi útprentaða E-miða.Fáir frá Kasakstan væntanlegirSætin á Laugardalsvellinum eru rúmlega 9.700, og var uppselt klukkutíma eftir að opnað var fyrir miðasölu fyrir um hálfum mánuði. Athyglisvert er að Kasakstanir nýttu sér ekki þá miða sem þeim eru ætlaðir í almennri sölu. Erlend lið eiga rétt á 1050 miðum en í þessu tilfelli var það ekki nýtt. „Þeir eiga alltaf hundrað miða í VIP, eða í betri aðstöðu, en þeir nýttu ekki þessa 1050 miða. Þetta eru þrjú hólf í minni stúkunni, alltaf verið þar í endanum en nú eru Íslendingar í öllum. Fleiri Íslendingar sem njóta en vanalega, að koma á völlinn,“ segir Jóhann. „Það verður gaman ef við vinnum og gerum þetta með stæl. Okkar menn eru til alls líklegir og hafa sannað það, svo um munar.“Engin sala fyrir utan leikvanginn Eins og áður sagði hafa þeir á Laugardalsvelli ekki lent í því að þurfa að vísa fólki frá vegna falsaðra miða en allur er varinn þó góður. Þá hefur ekki myndast hefð fyrir því, að sögn Jóhanns, að menn komi sér fyrir utan leikvangs og falbjóði miða eins og víða þekkist erlendis. Helst að það komi þar fólk sem ekki getur nýtt sinn miða og vill losa sig við hann, og fátt eitt við það að athuga. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Á netmarkaðstorginu Bland eru miðar á landsleik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn komnir upp í 25 þúsund krónur síðast þegar spurðist og fer verð hækkandi. Þjóðin er varla búin að jafna sig eftir glæstan sigur gegn Hollendingum í gær; en strax á sunnudag er leikur á Laugardagsvelli í riðlakeppni EM. Ísland – Kasakstan. Þar ræðst að öllum líkindum hvort Íslendingar komast í úrslitakeppnina sjálfa. Löngu er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu. Þetta er stemmning sem margir vilja upplifa. Eftirspurn er því mikil eftir miðum á leikinn og þá blómstrar hinn svarti markaður.Varað við útprentuðum E-miðum Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli og þar stendur mikið til. Hann segir að aukin öryggisgæsla verði á vellinum, 130 manns að minnsta kosti og þá var verið að taka í notkun nýja miðaskanna í stúku austur, stúkan með bláu sætunum, sem á að veita aukið öryggi og skilvirkni. Að sögn Jóhanns hafa þeir ekki lent í því að þurfa að stöðva fólk með falsaða miða en þeir vara engu að síður við því að fólk kaupi útprentaða E-miða.Fáir frá Kasakstan væntanlegirSætin á Laugardalsvellinum eru rúmlega 9.700, og var uppselt klukkutíma eftir að opnað var fyrir miðasölu fyrir um hálfum mánuði. Athyglisvert er að Kasakstanir nýttu sér ekki þá miða sem þeim eru ætlaðir í almennri sölu. Erlend lið eiga rétt á 1050 miðum en í þessu tilfelli var það ekki nýtt. „Þeir eiga alltaf hundrað miða í VIP, eða í betri aðstöðu, en þeir nýttu ekki þessa 1050 miða. Þetta eru þrjú hólf í minni stúkunni, alltaf verið þar í endanum en nú eru Íslendingar í öllum. Fleiri Íslendingar sem njóta en vanalega, að koma á völlinn,“ segir Jóhann. „Það verður gaman ef við vinnum og gerum þetta með stæl. Okkar menn eru til alls líklegir og hafa sannað það, svo um munar.“Engin sala fyrir utan leikvanginn Eins og áður sagði hafa þeir á Laugardalsvelli ekki lent í því að þurfa að vísa fólki frá vegna falsaðra miða en allur er varinn þó góður. Þá hefur ekki myndast hefð fyrir því, að sögn Jóhanns, að menn komi sér fyrir utan leikvangs og falbjóði miða eins og víða þekkist erlendis. Helst að það komi þar fólk sem ekki getur nýtt sinn miða og vill losa sig við hann, og fátt eitt við það að athuga.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira