Fótbolti

Glenn á skotskónum fyrir Trínídad og Tóbagó

Glenn skoraði og lagði upp fyrir Trínidad í nótt.
Glenn skoraði og lagði upp fyrir Trínidad í nótt. vísir/stefán
Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, var á skotskónum fyrir Trínídad og Tóbagó þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í nótt, en leikið var í Mexíkó.

Jonathan Glenn skoraði með skalla eftir tæplega sjö mínútna leik, en boltinn hrökk til hans eftir skot leikmanns Trínídad og Tóbagó í varnarmenn Mexíkó.

Glenn var ekki hættur, en hann lagði einnig upp annað mark Trínídad og Tóbagó. Hann vann þá boltann af harðfylgi og lagði boltann fyrir markið þar sem Keron Cummings kom T&T í 2-0.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Hector Herrera jafnaði metin fyrir Mexíkó fimm mínútum fyrir leikslok.

Glenn hefur staðið sig vel í liði Breiðabliks eftir að hann gekk í raðir liðsins frá ÍBV í sumar. Hann er í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn tímabilsins, en hann hefur skorað tíu mörk í sautján leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×