Hljóp fyrir tengdason sinn: "Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 11:12 Ágúst hljóp í fallegu fjallaumhverfi. Vísir/Aðsend „Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“ Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“
Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels