Hljóp fyrir tengdason sinn: "Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 11:12 Ágúst hljóp í fallegu fjallaumhverfi. Vísir/Aðsend „Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“ Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“
Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07