Innlent

Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Hörður Svavarsson, íbúi á Hólabraut í Hafnarfirði tók þessa mynd í morgunsárið. Trampólín hafði fokið upp á þak íbúðarhúss sem stendur við Ásbúðartröð.
Hörður Svavarsson, íbúi á Hólabraut í Hafnarfirði tók þessa mynd í morgunsárið. Trampólín hafði fokið upp á þak íbúðarhúss sem stendur við Ásbúðartröð. Mynd/Hörður Svavarsson

Óveður hefur gengið yfir landið sunnan og vestanvert í nótt og hefur nóg verið að gera hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Um 50 manns tóku þátt í aðgerðum næturinnar en svo virðist sem verkefnum þeirra sé lokið í bili.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að sveitin á Kjalarnesi hafi veirð kölluð út vegna gruns um lausar þakplötur fyrir miðnætti en ekkert sjáanlegt hafi verið að fjúka og fór hún þá aftur í hús.

„Lögregla og slökkvilið sinntu fyrstu óveðursverkefnunum sem upp komu en upp úr klukkan eitt voru aðrar sveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar til.

Að þessu sinni má segja að trampólín hafi verið í aðallhlutverki, þau voru mörg sem fuku í nótt og fundu sér stað upp í trjám, á bílum og ljósastaurum svo eitthvað sé nefnt. Einnig fuku stillansar, þakkantar og plötur, ferðavagnar og skjólveggir svo eitthvað sé nefnt. Á þremur stöðum féllu tré á götur og lokuðu þeim; við Strandgötu í Hafnarfirði, Hlíðarveg í Kópavogi og Höfðabakka í Reykjavík.

Nú á sjöunda tímanum var svo Björgunarsveitin Suðurnes ræst þegar tilkynnt var um lausan bát í Njarðvíkurhöfn,“ segir í tilkynningunni.

Nótt hinna fjúkandi trampólína! Þau voru (of) mörg sem fuku út um allt og upp um allt svo björgunarfólk mátti hafa sig...

Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.