Enski boltinn

Arftaki Stones fundinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mori lék sinn fyrsta landsleik fyrir Argentínu fyrr á þessu ári.
Mori lék sinn fyrsta landsleik fyrir Argentínu fyrr á þessu ári. vísir/getty
Everton er nálægt því að ganga frá kaupunum á argentíska miðverðinum Ramiro Funes Mori frá River Plate.

Samkvæmt frétt Telegraph flaug Mori til Englands í dag til að gangast undir læknisskoðun. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og búið er að útvega Argentínumanninum atvinnuleyfi.

Miðvarðamál Everton hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu en Englandsmeistarar Chelsea eru sem kunnugt er á höttunum eftir hinum efnilega John Stones og hafa þrisvar sinnum gert tilboð í leikmanninn.

Everton lét bæði Antolín Alcaraz og Sylvain Distin fara eftir síðasta tímabil og því er Phil Jagielka eini miðvörðurinn með reynslu í leikmannahópi Everton.

Mori, sem er 24 ára, hefur leikið með River Plate allan sinn feril og vann m.a. Copa Libertadores (ígildi Meistaradeildarinnar í Suður-Ameríku) með liðinu fyrr í þessum mánuði. Mori hefur leikið einn landsleik fyrir Argentínu.

Everton mætir Manchester City í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Lærisveinar Robertos Martínez eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar á meðan City er með fullt hús stiga.


Tengdar fréttir

Baines frá næstu mánuðina

Vinstri bakvörður enska landsliðsins og Everton verður frá næstu þrjá mánuðina eftir að hafa gengist undir hnífinn í gær.

Martinez hrósar Barkley og Lukaku

Roberto Martinez, stjóri Everton, var virkilega ánægður með leik Everton gegn Southampton í gær, en Everton vann 3-0 sigur á Dýrlingunum. Romelu Lukaku gerði tvö mörk og Ross Barkley eitt.

Sanngjarn sigur Everton á Southampton | Sjáðu mörkin

Everton vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar liðið bar sigurorð af Southampton í hádegisleik dagsins, 3-0. Romelu Lukaku og Ross Barkley voru á skotskónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×