Enski boltinn

Sjáðu sigurmark Jóhanns gegn Hull | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jóhann Berg.
Jóhann Berg. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson var allt í öllu í liði Charlton í 2-1 sigri á Hull í ensku Championship deildinni í gær en Jóhann fylgdi stoðsendingu eftir með sigurmarkinu á 98. mínútu.

Jóhann og félagar höfðu unnið einn leik og gert tvö jafntefli fyrir leikinn í gær en Hull sem féll úr ensku úrvalsdeildinni var tveimur stigum fyrir ofan Charlton eftir tvo sigra og eitt jafntefli.

Charlton komst yfir þegar Dane Makienok skallaði fyrirgjöf Jóhanns í netið en Hull virtist hafa bjargað stigi þegar Abel Hernandez jafnaði metinn á 89. mínútu.

Jóhann tryggði liði sínu hinsvegar stigin þrjú á áttundu mínútu uppbótartíma er hann skallaði boltann framhjá Allan McGregor í marki Hull.

Með sigrinum skaust Charlton upp í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Ipswich og Brighton.

Mark Jóhanns má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en markið kemur eftir rúmlega fimmtíu mínútur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×