Enski boltinn

Jóhann Berg hetja Charlton í uppbótartíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg er að gera góða hluti í Charlton.
Jóhann Berg er að gera góða hluti í Charlton. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson reyndist hetja Charlton þegar liðið vann 2-1 sigur á Hull City í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Jóhann Berg lagði upp fyrra mark Charlton fyrir Simon Makienok á 53. mínútu, en Abel Hernandez jafnaði á 88. mínútu.

Það leit út fyrir að vera lokatölur leiksins, en þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Jóhann sigurmarkið. 2-1 sigur Charlton staðreynd.

Charlton er með átta stig eftir fyrstu fjóra leikina, en Hull er með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×