Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2015 01:23 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015 Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015
Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08