Enski boltinn

Rodgers hætti sem betur fer við að taka Coutinho af velli | Sjáið af hverju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho fagnar markinu með liðsfélögum sínum.
Philippe Coutinho fagnar markinu með liðsfélögum sínum. Vísir/Getty
Philippe Coutinho var hetja Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Stoke á Britannia-leikvanginum.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði um það eftir leik að hann hafi verið mjög nálægt því að taka Philippe Coutinho af velli áður en Brasilíumaðurinn skoraði markið sitt sem kom á 86. mínútu.

„Ég varð að halda honum inná vellinum af því að hann kemur hlutum á hreyfingu hjá okkur. Ég er líka ánægður með að ég hélt honum inná en ég er samt enginn snillingur. Heppnin var með honum, bæði í að ná að skora og fá að vera áfram inn á vellinum," sagði Brendan Rodgers eftir leikinn.

„Coutinho gerði vel í að halda út allan leikinn því það eru aðeins þrjár vikur síðan að hann kom heim frá Suður-Ameríkukeppninni," sagði Rodgers.

„Hann snéri Steve Sidwel af sér með stórkostlegri snertingu. Gæði marksins sést líka á því að hann var að skora hjá Jack Butland," sagði Rodgers.

Liverpool tapaði 6-1 fyrir Stoke á sama stað í lokaumferðinni á síðustu leiktíð.

„Það var mjög sterkt að ná sigri og spila eins og við gerðum ellefu vikum eftir þann leik. Þetta var sameiginlegt átak og öllum líður miklu betur en fyrir ellefu vikum," sagði Rodgers.

„Þetta voru vandræðaleg úrslit fyrir ellefu vikum. Það var samt eitt slys, einstakur leikur en þetta kom samt fyrir okkur. Ég held að við höfum náð að kveða niður þann draug í dag," sagði Rodgers.

Það er hægt að sjá sigurmark Philippe Coutinho með því að smella hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×