Enski boltinn

De Gea vonast til að spila næsta leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þrír landsliðsmarkverðir utan hóps hjá Manchester United. Valdes, De Gea og Lindegaard.
Þrír landsliðsmarkverðir utan hóps hjá Manchester United. Valdes, De Gea og Lindegaard. Vísir/Getty
Enskir miðlar greina frá því í dag að þvert á það sem Louis Van Gaal sagði vildi David De Gea, markvörður Manchester United, leika gegn Tottenham um helgina.

Van Gaal sagði að spænski markvörðurinn væri ekki tilbúinn andlega til þess að spila leikinn og valdi argentínska markvörðinn Sergio Romero í hans stað en Romero hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Tottenham.

Er greint frá því að De Gea hafi æft af krafti að vanda undanfarnar vikur og að hann hafi ekki gefið Louis Van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, neitt annað til kynna en að hann væri tilbúinn að spila leikinn gegn Tottenham.

Talið er að Van Gaal muni ekki treysta De Gea fyrr en félagsskiptaglugganum verður lokað en De Gea hefur þrálátlega verið orðaður við Real Madrid í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×