Enski boltinn

Reynslubolti á förum frá Anfield

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hefur Lucas leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool?
Hefur Lucas leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool? Vísir/Getty
Samkvæmt enskum miðlum er Liverpool tilbúið að hlusta á tilboð í brasilíska miðjumanninn Lucas Leiva sem hefur verið á mála hjá liðinu frá árinu 2007. Lucas var ekki í leikmannahóp Liverpool í 1-0 sigri á Stoke um helgina.

Lucas sem gekk til liðs við Liverpool frá Gremio árið 2007 hefur leikið 196 leiki fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni og 275 leiki í öllum keppnum á þessum átta tímabilum.

Hann virðist vera orðinn fimmti kostur á miðjuna hjá Liverpool en Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, stillti upp James Milner við hlið fyrirliðans Jordan Henderson á miðjunni gegn Stoke. Þá kom Emre Can inn af bekknum en Lucas ferðaðist ekki með liðinu til Stoke.

Talið er að Liverpool vonist til þess að fá 8 milljónir fyrir Lucas sem hefur leikið 24 leiki fyrir hönd Brasilíu. Hefur hann  verið orðaður við Inter en ítalska stórveldið reyndi að fá hann til liðs við sig án árangurs í janúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×