Enski boltinn

Hættu samningsviðræðum við Barton vegna óánægju stuðningsmanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hvaða félag ætli taki við mér er Barton eflaust að hugsa þarna.
Hvaða félag ætli taki við mér er Barton eflaust að hugsa þarna. Vísir/Getty
West Ham staðfesti í dag að félagið hefði slitið samningaviðræðum við enska miðjumanninn Joey Barton en enskir miðlar greindu frá því í vikunni að Barton væri í læknisskoðun hjá Hömrunum.

Barton sem er umdeildur leikmaður er án samnings eftir að QPR ákvað ekki að endurnýja samning hans í sumar og hefur hann verið orðaður við ýmis lið í ensku úrvalsdeildinni.

Þegar fréttir bárust af því að hann væri í læknisskoðun hjá West Ham náðu enskir miðlar að grafa upp gamlar færslur stjórnarformanns West Ham þar sem hann gagnrýndi Barton harðlega á Twitter-síðu sinni.

Samkvæmt heimildum Daily Mirror vildi þjálfarateymi liðsins ganga frá samningi við Barton en hætti við á síðustu stundu vegna viðbragða stuðningsmanna West Ham. Reyndust flestir þeirra vera á móti hugmyndinni að fá Barton þrátt fyrir að félagið þyrfti ekki að greiða fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×