Rafael: Van Gaal hafði lítið álit á mér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2015 17:45 Rafael og van Gaal áttu ekki samleið. vísir/getty Rafael da Silva segir að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi ekki haft mikið álit á sér sem leikmanni. Rafael var aðeins sex sinnum í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann var seldur til franska liðsins Lyon í síðustu viku. „Honum líkaði ekki við mig en ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég er brasilískur,“ sagði Rafael en van Gaal hefur ekki alltaf átt gott með að vinna með brasilískum leikmönnum. Hjá Barcelona átti hann í útistöðum við Rivaldo og Giovanni en sá síðarnefndi líkti van Gaal einu sinni við Hitler. Eitt af fyrstu verkum Hollendingsins þegar hann kom til Bayern München var svo að selja miðvörðinn Lucio. „Ég veit af sögusögnum þess efnis að hann sé ekki hrifinn af brasilískum leikmönnum en ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Rafael sem ber Sir Alex Ferguson vel söguna en hann átti sitt besta tímabil undir hans stjórn fyrir tveimur árum. „Tímabilið 2012-13 spilaði ég nánast alla leiki. Það var besta tímabilið mitt hjá United og við urðum líka meistarar þá. Eftir það urðu stjóraskipti. Það var áfall fyrir mig. Mér hafði gengið vel en það breyttist þegar Ferguson hætti,“ sagði brasilíski bakvörðurinn og bætti því við að Ferguson hafi hringt í sig og óskað sér góðs gengis hjá Lyon eftir að félagaskiptin gengu í gegn. Rafael lék sinn fysta deildarleik fyrir Lyon gegn Lorient um síðustu helgi. Enski boltinn Tengdar fréttir Rafael kominn til Frakklands Brasilíumaðurinn Rafael Da Silva er farinn til Lyon frá Manchester United. 3. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Rafael da Silva segir að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi ekki haft mikið álit á sér sem leikmanni. Rafael var aðeins sex sinnum í byrjunarliði United í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann var seldur til franska liðsins Lyon í síðustu viku. „Honum líkaði ekki við mig en ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég er brasilískur,“ sagði Rafael en van Gaal hefur ekki alltaf átt gott með að vinna með brasilískum leikmönnum. Hjá Barcelona átti hann í útistöðum við Rivaldo og Giovanni en sá síðarnefndi líkti van Gaal einu sinni við Hitler. Eitt af fyrstu verkum Hollendingsins þegar hann kom til Bayern München var svo að selja miðvörðinn Lucio. „Ég veit af sögusögnum þess efnis að hann sé ekki hrifinn af brasilískum leikmönnum en ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Rafael sem ber Sir Alex Ferguson vel söguna en hann átti sitt besta tímabil undir hans stjórn fyrir tveimur árum. „Tímabilið 2012-13 spilaði ég nánast alla leiki. Það var besta tímabilið mitt hjá United og við urðum líka meistarar þá. Eftir það urðu stjóraskipti. Það var áfall fyrir mig. Mér hafði gengið vel en það breyttist þegar Ferguson hætti,“ sagði brasilíski bakvörðurinn og bætti því við að Ferguson hafi hringt í sig og óskað sér góðs gengis hjá Lyon eftir að félagaskiptin gengu í gegn. Rafael lék sinn fysta deildarleik fyrir Lyon gegn Lorient um síðustu helgi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rafael kominn til Frakklands Brasilíumaðurinn Rafael Da Silva er farinn til Lyon frá Manchester United. 3. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Rafael kominn til Frakklands Brasilíumaðurinn Rafael Da Silva er farinn til Lyon frá Manchester United. 3. ágúst 2015 19:45