Eigandi Man. City er fjórum sinnum ríkari en næsti eigandi í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2015 12:30 Það er til nóg af peningum hjá Manchester City. Vísir/Getty Sheik Mansour, eigandi Manchester City, er langríkasti eigandi í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta kemur fram í samantekt hjá enska blaðinu The Mirror. Roman Abramovich, rússneski eignandi Chelsea, var sá ríkasti þegar hann kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina en er nú langt á eftir í öðru sætinu. Í raun er eigandi Manchester City fjórum sinnum ríkari en Abramovich samkvæmt útreikningum blaðamanna The Mirror. Sheik Mansour er arabískur fursti og heitir fullu nafni Mansour bin Zayed Al Nahyan. Hann er varaforsætisráðherra Sameinuðu furstadæmanna og eigur hans eru metnar á 4191 milljarða íslenskra króna. Sheik Mansour hefur sett mikinn pening inn í Manchester City og það hefur þegar skilað félaginu þremur stórum titlum á undanförnum fimm tímabilum en fjárfestingahópur furstans keypti félagið árið 2008. Roman Abramovich hefur einnig sett mikinn pening inn í Chelsea og það hefur skilað félaginu níu stórum titlum þar af vannst enska úrvalsdeildin í fjórða sinn síðasta vor. Joe Lewis hjá Tottenham er síðan einn af þremur eigendum í ensku úrvalsdeildinni sem er meira en þúsund milljarða virði talið í íslenskum krónum. Hann er ríkari en Stan Kroenke, eigandi Arsenal. Það vekur kannski einhverja athygli að John Henry, eigandi Liverpool, er aðeins í tíunda sæti listans og að Morgan-fjölskyldan sem á lið Gylfa Þórs Sigurðssonar, Swansea City, er einu sæti frá botninum. Hér fyrir neðan má sjá allan lista The Mirror og ríkidæmi eigendanna, bæði talið í enskum pundum og íslenskum krónum.Allur listinn 1. Mansour bin Zayed Al Nahyan, Manchester City - 20 milljarðar enskra punda (4145 milljarðar íslenskra króna) 2. Roman Abramovich, Chelsea - 5,3 milljarðar enskra punda (1098 milljarðar) 3. Joe Lewis, Tottenham - 4,9 milljarðar (1015 milljarðar) 4. Stan Kroenke, Arsenal - 4 milljarðar (829 milljarðar) 5. Mike Ashley, Newcastle - 3,5 milljarðar (725 milljarðar) 6. Glazer fjölskyldan, Manchester United - 3 milljarðar (621 milljarður) 7. Ellis Short. Sunderland - 2,4 milljarðar (497 milljarðar) 8. Katharina Liebherr, Southampton - 1,9 milljarðar (394 milljarðar) 9. Vichai Srivaddhanaprabha, Leicester - 1,4 milljarðar (290 milljarðar) 10. John Henry, Liverpool - 1 milljarður (207 milljarðar) 11. Coates fjölskyldan, Stoke - 925 milljónir enskra punda (192 milljarðar) 12. David Sullivan, West Ham - 850 milljónir (176 milljarðar) 13. Randy Lerner, Aston Villa - 640 milljónir (133 milljarðar) 14. Giampaolo Pozzo, Watford - 120 milljónir (25 milljarðar) 15. Maksim Demin, Bournemouth - 100 milljónir (20,7 milljarðar) 16. Jeremy Pearce, West Bromwich - 50 milljónir (10,4 milljarðar) 17. Steve Parish, Crystal Palace - 45 milljónir (9,3 milljarðar) 18. Bill Kenwright, Everton - 33 milljónir (6,8 milljarðar) 19. Morgan fjölslyldan, Swansea - 32 milljónir (6,6 milljarðar) 20. Delia Smith og Michael Wynn Jones, Norwich - 23 milljónir (4,8 milljarðar) Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Sheik Mansour, eigandi Manchester City, er langríkasti eigandi í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta kemur fram í samantekt hjá enska blaðinu The Mirror. Roman Abramovich, rússneski eignandi Chelsea, var sá ríkasti þegar hann kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina en er nú langt á eftir í öðru sætinu. Í raun er eigandi Manchester City fjórum sinnum ríkari en Abramovich samkvæmt útreikningum blaðamanna The Mirror. Sheik Mansour er arabískur fursti og heitir fullu nafni Mansour bin Zayed Al Nahyan. Hann er varaforsætisráðherra Sameinuðu furstadæmanna og eigur hans eru metnar á 4191 milljarða íslenskra króna. Sheik Mansour hefur sett mikinn pening inn í Manchester City og það hefur þegar skilað félaginu þremur stórum titlum á undanförnum fimm tímabilum en fjárfestingahópur furstans keypti félagið árið 2008. Roman Abramovich hefur einnig sett mikinn pening inn í Chelsea og það hefur skilað félaginu níu stórum titlum þar af vannst enska úrvalsdeildin í fjórða sinn síðasta vor. Joe Lewis hjá Tottenham er síðan einn af þremur eigendum í ensku úrvalsdeildinni sem er meira en þúsund milljarða virði talið í íslenskum krónum. Hann er ríkari en Stan Kroenke, eigandi Arsenal. Það vekur kannski einhverja athygli að John Henry, eigandi Liverpool, er aðeins í tíunda sæti listans og að Morgan-fjölskyldan sem á lið Gylfa Þórs Sigurðssonar, Swansea City, er einu sæti frá botninum. Hér fyrir neðan má sjá allan lista The Mirror og ríkidæmi eigendanna, bæði talið í enskum pundum og íslenskum krónum.Allur listinn 1. Mansour bin Zayed Al Nahyan, Manchester City - 20 milljarðar enskra punda (4145 milljarðar íslenskra króna) 2. Roman Abramovich, Chelsea - 5,3 milljarðar enskra punda (1098 milljarðar) 3. Joe Lewis, Tottenham - 4,9 milljarðar (1015 milljarðar) 4. Stan Kroenke, Arsenal - 4 milljarðar (829 milljarðar) 5. Mike Ashley, Newcastle - 3,5 milljarðar (725 milljarðar) 6. Glazer fjölskyldan, Manchester United - 3 milljarðar (621 milljarður) 7. Ellis Short. Sunderland - 2,4 milljarðar (497 milljarðar) 8. Katharina Liebherr, Southampton - 1,9 milljarðar (394 milljarðar) 9. Vichai Srivaddhanaprabha, Leicester - 1,4 milljarðar (290 milljarðar) 10. John Henry, Liverpool - 1 milljarður (207 milljarðar) 11. Coates fjölskyldan, Stoke - 925 milljónir enskra punda (192 milljarðar) 12. David Sullivan, West Ham - 850 milljónir (176 milljarðar) 13. Randy Lerner, Aston Villa - 640 milljónir (133 milljarðar) 14. Giampaolo Pozzo, Watford - 120 milljónir (25 milljarðar) 15. Maksim Demin, Bournemouth - 100 milljónir (20,7 milljarðar) 16. Jeremy Pearce, West Bromwich - 50 milljónir (10,4 milljarðar) 17. Steve Parish, Crystal Palace - 45 milljónir (9,3 milljarðar) 18. Bill Kenwright, Everton - 33 milljónir (6,8 milljarðar) 19. Morgan fjölslyldan, Swansea - 32 milljónir (6,6 milljarðar) 20. Delia Smith og Michael Wynn Jones, Norwich - 23 milljónir (4,8 milljarðar)
Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira