Enski boltinn

Aguero: Þarf að líta á stóru myndina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Agüero í leiknum gegn WBA.
Agüero í leiknum gegn WBA. Vísir/Getty
Sergio Aguero, framherji Manchester City, segist gera sér grein fyrir því að ólíklegt sé að hann byrji stórleik liðsins gegn Chelsea um helgina en framherjinn er nýkominn á stað á ný eftir að hafa verið með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríku bikarnum í sumar.

Aguero lék aðeins síðustu 27 mínútur leiksins í öruggum 3-0 sigri á West Bromwich Albion á mánudaginn en í hans stað var Wilfried Bony í framlínu Manchester City.

Var þetta fyrsti leikur Aguero frá úrslitaleik Suður-ameríska bikarsins í Síle 4. júlí en hann kom til móts við liðið seint á undirbúningstímabilinu eftir fjögurra vikna hvíld.

Aguero sem vann gullskóinn á síðasta tímabili segist vera í kapphlaupi við tímann til þess að komast aftur í stand fyrir ensku úrvalsdeildina en viðurkenndi að hann þyrfti líklegast meiri tíma.

„Ég veit ekki hvort ég byrji leikinn eða ekki en ég mun gera mitt besta á æfingum til þess að vera í sem bestu standi. Vegna þátttöku minnar í Síle þarf ég hinsvegar líklegast meiri tíma. Ég þarf að líta á stóru myndina, ég get ekki tekið neinar áhættur og átt í hættu að meiðast til lengri tíma litið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×