Enski boltinn

Sóknarmaður Lyon staðfestir að hann sé á leiðinni til Tottenham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
N'Jie á Emirates Cup með Lyon.
N'Jie á Emirates Cup með Lyon. Vísir/Getty
Clinton N'Jie, leikmaður Lyon, staðfesti í gærkvöld á Instagram-síðu sinni að hann væri á förum frá félaginu og hann myndi skrifa undir hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Kemur hann til liðsins á sama tíma og félagið er að losa sig við Robert Soldado og Emmanuel Adebayor. Þakkaði hann starfsmönnum, forseta, leikmönnum og stuðningsmönnum Lyon áður en hann staðfesti að hann væri að skrifa undir hjá Tottenham.

N'Jie sem er frá Kamerún hefur leikið með Lyon en hann lék fyrsta leik sinn fyrir aðallið Lyon í nóvember 2012. Hefur hann leikið alls 43 leiki í öllum keppnum fyrir franska félagið og skorað í þeim átta mörk, öll í þeim 33 leikjum sem hann lék á síðasta tímabili.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið ellefu landsleiki fyrir Kamerún en fjölmiðlar hafa verið duglegir að líkja honum við Samuel Eto'o, einn af bestu leikmönnunum í sögu Kamerún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×