Enski boltinn

Glæsimark Giroud í sigri Arsenal | Sjáðu öll mörkin í leiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Olivier Giroud fagnar marki sínu.
Olivier Giroud fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Arsenal vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið, en Arsenal vann 2-1 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í enska boltanum.

Olivier Giroud kom Arsenal yfir með einkar fallegu marki á sextándu mínútu. Hann fékk þá senndingu frá Mesut Özil og afgreiddi boltann frábærlega í netið.

Joel Ward jafnaði metin á 28. mínútu, en hann þrumaði boltanum þá laglega í fjærhornið. Staðan 1-1 í hálfleik.

Á tíundu mínútu síðari hálfleiks kom sigurmarkið. Alexis Sanches átti þá skalla í Damien Delaney og í netið, en það reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 sigur Arsenal.

Arsenal er því komið með þrjú stig eftir leikina tvo sem og Crystal Palace, en næsti leikur Arsenal er gegn Liverpool næstkomandi mánudag.

Magnað mark Giroud: 1-1: 1-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×