Enski boltinn

Rodgers staðfestir að einhverjir leikmenn yfirgefi Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers setur upp svipbrigði.
Rodgers setur upp svipbrigði. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur látið alla leikmenn Liverpool vita hvar þeir standa í hópnum og segir að það gætu einhverjir leikmenn horfið á braut áður en félagsskiptaglugginn lokar.

„Það er venjulegt að á þessum tímapunkti að það munu einhverjir leikmenn hverfa á braut. Það sem er klárt er að allir leikmenn vita hvar þeir standa í hópnum," sagði Rodgers við fjölmiðla.

„Andinn er góður, en auðvitað er það er erfitt þegar leikmannaglugginn er opinn það sem eftir er af mánuðinum."

Mikið hefur verið rætt um framtíð miðjumannsins Lucas Leiva og framherjann Mario Balotelli, en þeir eru líklegir til þess að róa á önnur mið.

„Það mun alltaf vera eitthvað slúður, en ég er viss um að það munu einhverjir leikmenn fara sem vilja spila reglulega."

Liverpool vann 1-0 sigur á Stoke í fyrsta leik tímabilsins með marki frá Coutinho, en þeir mæta Bournemouth á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×