Enski boltinn

Rikki um Janmaat: „Heimskingi!“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daryl Janmaat, varnarmaður Newcastle, gerði sig sekan um ótrúlega heimskuleg mistök í 2-0 tapi Newcastle gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Janmaat fékk reisupassann í leiknum.

Hollendingurinn fékk gult spjald á átjándu mínútu, en á 41. mínútu fékk hann sitt síðara gula spjald. Hann braut þá afar klaufalega á leikmanni Swansea og var Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, sem lýsti leiknum ekki sáttur með Janmaat.

„Janmaat.. Hvað er hann að gera drengurinn? Hann hlýtur að vera fá annað gula spjaldið. Heimskingi! Hvað gerir hann? Daryl Janmaat, fáranlegasta sem ég hef séð á gulu spjald og McClaren hlýtur að vera brjálaður,” sagði Rikki hissa.

Bafetimbi Gomis og Andre Ayew skoruðu mörk Swansea, en klippuna með broti Janmaat og lýsingu Rikka má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×