Enski boltinn

Pochettino um Kane: Hann var þreyttur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane í leiknum í gær.
Kane í leiknum í gær. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hann hafi tekið Harry Kane af velli í gær vegna þreytu. Kane var tekinn af velli þegar Tottenham var 2-0 yfir gegn Stoke, en lokatölur urðu 2-2.

„Hann var þreyttur. Hann kom seint inn á undirbúningstímabilið og það er eðlilegt. Hann er að verða betri og betri, en þarf meiri tíma til að aðlagast,” sagði Pochettino í samtali við fjölmiðla eftir jafnteflið í gær.

„Við vissum áður en síðasta tímabil var á enda að Harry Kane myndi spila mikið um sumarið og þú sérð afleiðingarnar núna.”

Tottenham var komið í 2-0, en frábær endurkoma Stoke tryggði þeim eitt stig og Tottenham því með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina, en þeir töpuðu gegn United í fyrsta leiknum.

„Allir leikir eru mismunandi og mér fannst hann vera þreyttur í dag. Mér fannst 65 mínútur vera nægilega mikið fyrir hann í dag. Við tökum ekki áhættur með líkama hans,” sagði Pochettino að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×