Enski boltinn

Van Gaal ósáttur: Gagnrýndur þegar ég hlusta loksins á fjölmiðlamennina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki skilja gagnrýni fjölmiðlamanna sem beinist að Wayne Rooney, framherja liðsins.

Rooney sem er fyrirliði Manchester United hefur leikið sem fremsti maður allar 180 mínútur liðsins í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hefur honum ekki tekist að skora fyrsta mark sitt á tímabilinu en hann var töluvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína gegn Aston Villa.

Töluverð pressa er á Rooney þessa dagana en félagið hefur þegar misst Robin Van Persie sem og Radamel Falcao. Van Gaal segist ekki ætla að bæta við sig leikmanni áður en félagsskiptaglugginn lokar.

„Allir fjölmiðlamennirnir voru að segja mér að treysta honum fyrir framherjahlutverkinu á síðasta tímabili en eftir tvo leiki í ár eruði að gagnrýna þessa ákvörðun. Ég skil ekki hvernig þið getið efast um eigin skoðanir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×