Enski boltinn

Þorvaldur: Rooney virkar of þungur og ekki í formi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Ég veit ekki hvað er að honum, hann lítur út fyrir að vera fimm árum eldri en hann er,“ sagði Auðunn Blöndal, annar sérfræðinganna hjá Hjörvari Hafliðasyni í Messuni í gær, aðspurður út í frammistöðu Wayne Rooney í leik Manchester United og Aston Villa.

Þorvaldur Örlygsson tók undir orð Auðuns og bætti við að fyrirliðabandið virtist ekki vera að gera honum gott.

„Allt frá því að hann var gerður að fyrirliða finnst mér hann hafa verið að reyna að gera of mikið. Í fyrra var hann færður til úr einni stöðu í aðra en í ár finnst mér ekkert ganga upp hjá honum.“

Þorvaldur var þó ekki tilbúinn að afskrifa Rooney.

„Þetta er aðeins annar leikur mótsins og það þarf að gefa svona leikmönnum nokkra leiki. Hann spilaði alla leiki í fyrra og hann virkar einfaldlega þungur og ekki í formi.“

Auðunn kom sínum manni til varnar þrátt fyrir að hann væri ósáttur með frammistöðuna um helgina.

„Ég á erfitt með að tala illa um hann því mér þykir svo vænt um hann en þetta er allt annar leikmaður virðist vera í dag. Hann virðist ekki vera með sjálfstraust og maður verður að gagnrýna hann eftir svona frammistöðu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×