Enski boltinn

Otamendi á leið til Manchester í læknisskoðun

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Otamendi í æfingarleik með Valencia fyrr í sumar
Otamendi í æfingarleik með Valencia fyrr í sumar Vísir/Getty
Nicolas Otamendi, argentínski miðvörður Valencia, er þessa stundina á leiðinni til Manchester þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður frá félagsskiptum hans til Manchester City.

Talið er að enska félagið greiði Valencia rúmlega 30 milljónir punda fyrir argentínska miðvörðinn.

Otamendi gekk til liðs við Valencia fyrir aðeins einu ári síðan fyrir tólf milljónir punda frá Porto en í sumar hefur hann verið orðaður við Manchester-liðin tvö.

Ræddu félögin meðal annars að Eliaquim Mangala, fyrrum liðsfélagi Otamendi hjá Porto, myndi ganga til liðs við Valencia á eins árs lánssamningi en það féll niður eftir stuttar viðræður.

Otamendi sem á 25 leiki að baki fyrir argentínska landsliðið lék 38 leiki fyrir Valencia á síðasta tímabili og skoraði í þeim 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×