Sögulegur sigur Arsenal | Sjáðu markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2015 11:51 Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Úrslitin eru söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur betur gegn Portúgalanum José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, en þetta var í 14. sinn sem lið þeirra mætast. Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 24. mínútu eftir undirbúnings Mesuts Özil og Theos Walcott. Chelsea-mönnum gekk á köflum erfiðlega að opna sterka vörn Arsenal en þeir fengu dauðafæri í sitthvorum hálfleiknum; Ramires í þeim fyrri og Eden Hazard í þeim seinni en hvorugur þeirra hitti markið. Oscar hitti markið úr aukaspyrnu á 69. mínútu en Petr Cech varði vel. Þetta var fyrsti leikur Cech gegn sínum gömlu félögum en hann gekk sem kunnugt er í raðir Skyttanna í sumar. Arsenal fékk líka sín tækifæri til að bæta við forskotið en Thibaut Courtois varði frá Santí Cazorla og Kieran Gibbs úr dauðafærum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigri í þessum árlega leik ensku deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. Arsenal tekur á móti West Ham United eftir viku í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á laugardaginn.Bein textalýsing: 90+4 | 1-0 | Gibbs í dauðafæri en Courtois ver aftur! 86. mín | 1-0 | Cazorla kemst í dauðafæri, einn gegn Courtois sem ver vel! Ramsey skýtur svo yfir en fær horn. 82. mín | 1-0 | Terry fer af velli og Victor Moses kemur inn hjá Chelsea. Arsenal gerir einnig skiptingu: Özil út, Kieran Gibbs inn. 77. mín | 1-0 | Oxlade-Chamberlain á skot sem fer beint á Courtois og er svo tekinn af velli. Í hans stað kemur Mikel Arteta. 74. mín | 1-0 | Zouma með skalla eftir hornspyrnu en Cech grípur hann af öryggi. 70. mín | 1-0 | Giroud með skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu Aarons Ramsey. 70. mín | 1-0 | Kort Zouma kemur inn á fyrir Cesar Azpilicueta. 69. mín | 1-0 | Cech ver glæsilega skot Oscars beint úr aukaspyrnu! Tékkinn sýnir hvers hann er megnugur þarna. 66. mín | 1-0 | Walcott fer af velli og í hans stað kemur Oliver Giroud. 61. mín | 1-0 | Hazard klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Fábregas með frábæra sendingu inn fyrir á Belgann sem skýtur himinhátt yfir af stuttu færi! Chelsea-menn eru að herða tökin. 54. mín | 1-0 | Oscar kemur inn fyrir Ramires. Brassi fyrir Brassa. Seinni hálfleikur hafinn | 1-0 | Mourinho er ekkert að bíða með hlutina og sendir Falcao inn á í stað Rémys sem var fjórum sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lokið | 1-0 | Glæsimark Oxlade-Chamberlain skilur liðin að. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. 41. mín | 1-0 | Branislav Ivanovic bjargar frábærlega á fjærstöng eftir fyrirgjöf Oxlade-Chamberlain.36. mín | 1-0 | Þarna munaði litlu! Ramires skallar boltann yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Loic Rémy. Englandsmeistararnir eru að minna á sig.33. mín | 1-0 | Ramires með fínan snúning og ágætis skot en rétt framhjá. 24. mín | 1-0 | MARK!!! Alex Oxlade-Chamberlain kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki! Hann fær boltann frá Walcott, leikur inn á völlinn og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Courtois! 23. mín | Theo Walcott með skalla beint á Thibaut Courtois eftir aukaspyrnu. Hættulítið. 18. mín | Arsenal með snoturt spil fyrir utan vítateiginn en komast ekkert áleiðis gegn þéttri vörn Chelsea. 9. mín | Cesc Fábregas liggur í teignum eftir viðskipti við Per Mertesacker, fyrirliða Arsenal. Chelsea biðja um víti en tala fyrir daufum eyrum Anthonys Taylor, dómara leiksins. Leikur hafinn | Þetta er farið af stað! Tímabilið 2015-16 er hafið! Fyrir leik: Lið Chelsea er líka mjög svipað og í fyrra. Diego Costa er frá vegna meiðsla aftan í læri og Loic Rémy byrjar í fremstu víglínu í hans stað. Radamel Falcao er á bekknum og gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea í dag. Fyrir leik: Arsenal teflir fram sama liði og í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fyrir utan að Petr Cech kemur í markið og Alex Oxlade-Chamberlain leikur á vinstri kantinum en ekki Alexis Sánchez. Það hafa orðið litlar breytingar á liði Arsenal í sumar eins og byrjunarliðið gefur til kynna. Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Arsenal: Cech; Bellerín, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Coquelin, Cazorla; Ramsey, Özil, Oxlade-Chamberlain; Walcott.Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fábregas, Matic; Ramires, Willian, Hazard; Rémy. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Úrslitin eru söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur betur gegn Portúgalanum José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, en þetta var í 14. sinn sem lið þeirra mætast. Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 24. mínútu eftir undirbúnings Mesuts Özil og Theos Walcott. Chelsea-mönnum gekk á köflum erfiðlega að opna sterka vörn Arsenal en þeir fengu dauðafæri í sitthvorum hálfleiknum; Ramires í þeim fyrri og Eden Hazard í þeim seinni en hvorugur þeirra hitti markið. Oscar hitti markið úr aukaspyrnu á 69. mínútu en Petr Cech varði vel. Þetta var fyrsti leikur Cech gegn sínum gömlu félögum en hann gekk sem kunnugt er í raðir Skyttanna í sumar. Arsenal fékk líka sín tækifæri til að bæta við forskotið en Thibaut Courtois varði frá Santí Cazorla og Kieran Gibbs úr dauðafærum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigri í þessum árlega leik ensku deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. Arsenal tekur á móti West Ham United eftir viku í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á laugardaginn.Bein textalýsing: 90+4 | 1-0 | Gibbs í dauðafæri en Courtois ver aftur! 86. mín | 1-0 | Cazorla kemst í dauðafæri, einn gegn Courtois sem ver vel! Ramsey skýtur svo yfir en fær horn. 82. mín | 1-0 | Terry fer af velli og Victor Moses kemur inn hjá Chelsea. Arsenal gerir einnig skiptingu: Özil út, Kieran Gibbs inn. 77. mín | 1-0 | Oxlade-Chamberlain á skot sem fer beint á Courtois og er svo tekinn af velli. Í hans stað kemur Mikel Arteta. 74. mín | 1-0 | Zouma með skalla eftir hornspyrnu en Cech grípur hann af öryggi. 70. mín | 1-0 | Giroud með skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu Aarons Ramsey. 70. mín | 1-0 | Kort Zouma kemur inn á fyrir Cesar Azpilicueta. 69. mín | 1-0 | Cech ver glæsilega skot Oscars beint úr aukaspyrnu! Tékkinn sýnir hvers hann er megnugur þarna. 66. mín | 1-0 | Walcott fer af velli og í hans stað kemur Oliver Giroud. 61. mín | 1-0 | Hazard klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Fábregas með frábæra sendingu inn fyrir á Belgann sem skýtur himinhátt yfir af stuttu færi! Chelsea-menn eru að herða tökin. 54. mín | 1-0 | Oscar kemur inn fyrir Ramires. Brassi fyrir Brassa. Seinni hálfleikur hafinn | 1-0 | Mourinho er ekkert að bíða með hlutina og sendir Falcao inn á í stað Rémys sem var fjórum sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lokið | 1-0 | Glæsimark Oxlade-Chamberlain skilur liðin að. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. 41. mín | 1-0 | Branislav Ivanovic bjargar frábærlega á fjærstöng eftir fyrirgjöf Oxlade-Chamberlain.36. mín | 1-0 | Þarna munaði litlu! Ramires skallar boltann yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Loic Rémy. Englandsmeistararnir eru að minna á sig.33. mín | 1-0 | Ramires með fínan snúning og ágætis skot en rétt framhjá. 24. mín | 1-0 | MARK!!! Alex Oxlade-Chamberlain kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki! Hann fær boltann frá Walcott, leikur inn á völlinn og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Courtois! 23. mín | Theo Walcott með skalla beint á Thibaut Courtois eftir aukaspyrnu. Hættulítið. 18. mín | Arsenal með snoturt spil fyrir utan vítateiginn en komast ekkert áleiðis gegn þéttri vörn Chelsea. 9. mín | Cesc Fábregas liggur í teignum eftir viðskipti við Per Mertesacker, fyrirliða Arsenal. Chelsea biðja um víti en tala fyrir daufum eyrum Anthonys Taylor, dómara leiksins. Leikur hafinn | Þetta er farið af stað! Tímabilið 2015-16 er hafið! Fyrir leik: Lið Chelsea er líka mjög svipað og í fyrra. Diego Costa er frá vegna meiðsla aftan í læri og Loic Rémy byrjar í fremstu víglínu í hans stað. Radamel Falcao er á bekknum og gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea í dag. Fyrir leik: Arsenal teflir fram sama liði og í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fyrir utan að Petr Cech kemur í markið og Alex Oxlade-Chamberlain leikur á vinstri kantinum en ekki Alexis Sánchez. Það hafa orðið litlar breytingar á liði Arsenal í sumar eins og byrjunarliðið gefur til kynna. Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Arsenal: Cech; Bellerín, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Coquelin, Cazorla; Ramsey, Özil, Oxlade-Chamberlain; Walcott.Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fábregas, Matic; Ramires, Willian, Hazard; Rémy.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira