Sögulegur sigur Arsenal | Sjáðu markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2015 11:51 Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Úrslitin eru söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur betur gegn Portúgalanum José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, en þetta var í 14. sinn sem lið þeirra mætast. Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 24. mínútu eftir undirbúnings Mesuts Özil og Theos Walcott. Chelsea-mönnum gekk á köflum erfiðlega að opna sterka vörn Arsenal en þeir fengu dauðafæri í sitthvorum hálfleiknum; Ramires í þeim fyrri og Eden Hazard í þeim seinni en hvorugur þeirra hitti markið. Oscar hitti markið úr aukaspyrnu á 69. mínútu en Petr Cech varði vel. Þetta var fyrsti leikur Cech gegn sínum gömlu félögum en hann gekk sem kunnugt er í raðir Skyttanna í sumar. Arsenal fékk líka sín tækifæri til að bæta við forskotið en Thibaut Courtois varði frá Santí Cazorla og Kieran Gibbs úr dauðafærum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigri í þessum árlega leik ensku deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. Arsenal tekur á móti West Ham United eftir viku í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á laugardaginn.Bein textalýsing: 90+4 | 1-0 | Gibbs í dauðafæri en Courtois ver aftur! 86. mín | 1-0 | Cazorla kemst í dauðafæri, einn gegn Courtois sem ver vel! Ramsey skýtur svo yfir en fær horn. 82. mín | 1-0 | Terry fer af velli og Victor Moses kemur inn hjá Chelsea. Arsenal gerir einnig skiptingu: Özil út, Kieran Gibbs inn. 77. mín | 1-0 | Oxlade-Chamberlain á skot sem fer beint á Courtois og er svo tekinn af velli. Í hans stað kemur Mikel Arteta. 74. mín | 1-0 | Zouma með skalla eftir hornspyrnu en Cech grípur hann af öryggi. 70. mín | 1-0 | Giroud með skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu Aarons Ramsey. 70. mín | 1-0 | Kort Zouma kemur inn á fyrir Cesar Azpilicueta. 69. mín | 1-0 | Cech ver glæsilega skot Oscars beint úr aukaspyrnu! Tékkinn sýnir hvers hann er megnugur þarna. 66. mín | 1-0 | Walcott fer af velli og í hans stað kemur Oliver Giroud. 61. mín | 1-0 | Hazard klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Fábregas með frábæra sendingu inn fyrir á Belgann sem skýtur himinhátt yfir af stuttu færi! Chelsea-menn eru að herða tökin. 54. mín | 1-0 | Oscar kemur inn fyrir Ramires. Brassi fyrir Brassa. Seinni hálfleikur hafinn | 1-0 | Mourinho er ekkert að bíða með hlutina og sendir Falcao inn á í stað Rémys sem var fjórum sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lokið | 1-0 | Glæsimark Oxlade-Chamberlain skilur liðin að. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. 41. mín | 1-0 | Branislav Ivanovic bjargar frábærlega á fjærstöng eftir fyrirgjöf Oxlade-Chamberlain.36. mín | 1-0 | Þarna munaði litlu! Ramires skallar boltann yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Loic Rémy. Englandsmeistararnir eru að minna á sig.33. mín | 1-0 | Ramires með fínan snúning og ágætis skot en rétt framhjá. 24. mín | 1-0 | MARK!!! Alex Oxlade-Chamberlain kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki! Hann fær boltann frá Walcott, leikur inn á völlinn og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Courtois! 23. mín | Theo Walcott með skalla beint á Thibaut Courtois eftir aukaspyrnu. Hættulítið. 18. mín | Arsenal með snoturt spil fyrir utan vítateiginn en komast ekkert áleiðis gegn þéttri vörn Chelsea. 9. mín | Cesc Fábregas liggur í teignum eftir viðskipti við Per Mertesacker, fyrirliða Arsenal. Chelsea biðja um víti en tala fyrir daufum eyrum Anthonys Taylor, dómara leiksins. Leikur hafinn | Þetta er farið af stað! Tímabilið 2015-16 er hafið! Fyrir leik: Lið Chelsea er líka mjög svipað og í fyrra. Diego Costa er frá vegna meiðsla aftan í læri og Loic Rémy byrjar í fremstu víglínu í hans stað. Radamel Falcao er á bekknum og gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea í dag. Fyrir leik: Arsenal teflir fram sama liði og í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fyrir utan að Petr Cech kemur í markið og Alex Oxlade-Chamberlain leikur á vinstri kantinum en ekki Alexis Sánchez. Það hafa orðið litlar breytingar á liði Arsenal í sumar eins og byrjunarliðið gefur til kynna. Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Arsenal: Cech; Bellerín, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Coquelin, Cazorla; Ramsey, Özil, Oxlade-Chamberlain; Walcott.Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fábregas, Matic; Ramires, Willian, Hazard; Rémy. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Úrslitin eru söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur betur gegn Portúgalanum José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, en þetta var í 14. sinn sem lið þeirra mætast. Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 24. mínútu eftir undirbúnings Mesuts Özil og Theos Walcott. Chelsea-mönnum gekk á köflum erfiðlega að opna sterka vörn Arsenal en þeir fengu dauðafæri í sitthvorum hálfleiknum; Ramires í þeim fyrri og Eden Hazard í þeim seinni en hvorugur þeirra hitti markið. Oscar hitti markið úr aukaspyrnu á 69. mínútu en Petr Cech varði vel. Þetta var fyrsti leikur Cech gegn sínum gömlu félögum en hann gekk sem kunnugt er í raðir Skyttanna í sumar. Arsenal fékk líka sín tækifæri til að bæta við forskotið en Thibaut Courtois varði frá Santí Cazorla og Kieran Gibbs úr dauðafærum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigri í þessum árlega leik ensku deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. Arsenal tekur á móti West Ham United eftir viku í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á laugardaginn.Bein textalýsing: 90+4 | 1-0 | Gibbs í dauðafæri en Courtois ver aftur! 86. mín | 1-0 | Cazorla kemst í dauðafæri, einn gegn Courtois sem ver vel! Ramsey skýtur svo yfir en fær horn. 82. mín | 1-0 | Terry fer af velli og Victor Moses kemur inn hjá Chelsea. Arsenal gerir einnig skiptingu: Özil út, Kieran Gibbs inn. 77. mín | 1-0 | Oxlade-Chamberlain á skot sem fer beint á Courtois og er svo tekinn af velli. Í hans stað kemur Mikel Arteta. 74. mín | 1-0 | Zouma með skalla eftir hornspyrnu en Cech grípur hann af öryggi. 70. mín | 1-0 | Giroud með skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu Aarons Ramsey. 70. mín | 1-0 | Kort Zouma kemur inn á fyrir Cesar Azpilicueta. 69. mín | 1-0 | Cech ver glæsilega skot Oscars beint úr aukaspyrnu! Tékkinn sýnir hvers hann er megnugur þarna. 66. mín | 1-0 | Walcott fer af velli og í hans stað kemur Oliver Giroud. 61. mín | 1-0 | Hazard klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Fábregas með frábæra sendingu inn fyrir á Belgann sem skýtur himinhátt yfir af stuttu færi! Chelsea-menn eru að herða tökin. 54. mín | 1-0 | Oscar kemur inn fyrir Ramires. Brassi fyrir Brassa. Seinni hálfleikur hafinn | 1-0 | Mourinho er ekkert að bíða með hlutina og sendir Falcao inn á í stað Rémys sem var fjórum sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lokið | 1-0 | Glæsimark Oxlade-Chamberlain skilur liðin að. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. 41. mín | 1-0 | Branislav Ivanovic bjargar frábærlega á fjærstöng eftir fyrirgjöf Oxlade-Chamberlain.36. mín | 1-0 | Þarna munaði litlu! Ramires skallar boltann yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Loic Rémy. Englandsmeistararnir eru að minna á sig.33. mín | 1-0 | Ramires með fínan snúning og ágætis skot en rétt framhjá. 24. mín | 1-0 | MARK!!! Alex Oxlade-Chamberlain kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki! Hann fær boltann frá Walcott, leikur inn á völlinn og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Courtois! 23. mín | Theo Walcott með skalla beint á Thibaut Courtois eftir aukaspyrnu. Hættulítið. 18. mín | Arsenal með snoturt spil fyrir utan vítateiginn en komast ekkert áleiðis gegn þéttri vörn Chelsea. 9. mín | Cesc Fábregas liggur í teignum eftir viðskipti við Per Mertesacker, fyrirliða Arsenal. Chelsea biðja um víti en tala fyrir daufum eyrum Anthonys Taylor, dómara leiksins. Leikur hafinn | Þetta er farið af stað! Tímabilið 2015-16 er hafið! Fyrir leik: Lið Chelsea er líka mjög svipað og í fyrra. Diego Costa er frá vegna meiðsla aftan í læri og Loic Rémy byrjar í fremstu víglínu í hans stað. Radamel Falcao er á bekknum og gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea í dag. Fyrir leik: Arsenal teflir fram sama liði og í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fyrir utan að Petr Cech kemur í markið og Alex Oxlade-Chamberlain leikur á vinstri kantinum en ekki Alexis Sánchez. Það hafa orðið litlar breytingar á liði Arsenal í sumar eins og byrjunarliðið gefur til kynna. Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Arsenal: Cech; Bellerín, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Coquelin, Cazorla; Ramsey, Özil, Oxlade-Chamberlain; Walcott.Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fábregas, Matic; Ramires, Willian, Hazard; Rémy.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira