Enski boltinn

Glæsimark Coutinho tryggði Liverpool sigur | Sjáðu markið

Philippe Coutinho reyndist hetja Liverpool gegn Stoke í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en hann skoraði eina mark leiksins. Markið var af dýrari gerðinni.

Fjórir nýjir leikmenn voru í byrjunarliði Liverpool, en það voru þeir Nathaniel Clyne, Joseph Gomez, James Milner og Christian Benteke. Roberto Firmino kom svo inná sem varamaður.

Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og lítið sem ekkert gerðist í fyrri hálfleik. Staðan var markalaus í hálfleik og hélst þannig lengi vel.

Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Philippe Coutinho fékk boltann, snéri af sér einn varnarmann Stoke og hamraði boltanum í netið framhjá Jack Butland sem var í boltanum.

Ekki voru margar mínútur eftir af leiknum og heimamenn í Stoke fengu ekkert færi til þess að ná að jafan metin. Lokatölur 1-0 mikilvægur sigur Liverpool í Stoke, en Liverpool hefndi þar með ófaranna frá því í fyrra þegar liðið tapaði 6-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×