Enski boltinn

Wenger: Gáfum tvö ódýr mörk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger ósáttur á hliðarlínunni í dag.
Wenger ósáttur á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Arsenal tapaði fyrir West Ham á heimavelli, 0-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn var óvæntur og var Arsene Wenger, stjóri Arsenal, skiljanlega ekki ánægður í leikslok.

„Við vorum ekki sannfærandi varnar- né sóknarlega. Ég vissi fyrir leikinn að þetta yrði erfiður leikur og að þeir kæmu vel undirbúnir," sagði Wenger við fjölmiðla í leikslok.

„Þetta er þó einungis byrjunin á tímabilinu. Þetta snýst um hversu vel þú kemur til baka eftir atvik eins og þessi. Í dag vorum við særðir og núna er gott tækifæri til þess að sýna úr hverju við erum gerðir."

Wenger var ósáttur með mörkin tvö sem Arsenal fékk á sig, en Petr Cech, markvörður Arsenal, hefði getað gert betur í báðum mörkunum.

„Ef þú getur ekki unnið leikinn, ekki tapa honum. Við gáfum tvö mjög ódýr mörk fyrir og eftir hálfleik sem gerði þetta enn erfiðara fyrir okkur."

„Strákarnir voru ekki of sigurvissir, en kannski voru þeir of stressaðir því við réðum ekki við leikinn í ákveðnum aðstæðum. West Ham var kannski aðeins á undan okkur í undirbúningi því þeir höfðu spilað marga keppnisleiki," sagði Wenger að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×