Enski boltinn

Tveir leikir - tveir titlar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Čech byrjar vel hjá Arsenal.
Čech byrjar vel hjá Arsenal. vísir/getty
Petr Čech hefur spilað tvo leiki fyrir Arsenal á undirbúningstímabilinu og í báðum leikjunum vann Arsenal bikar, en Čech kom frá Chelsea í sumar.

Arsenal vann Wolfsburg 1-0 með marki frá Theo Walcott í upphafi síðari hálfleiks, en ungstirnið, Jeff Rene-Adelaide, lagði upp markið. Rene kom frá Lens í sumar og er sautján ára, en Wenger er ánægður með piltinn.

„Rene-Adelaide er eitthvað sérstakt. Hann er frábært efni og þegar hann kom inná í gær þá sástu það - hann er bara sautján ára ekki gleyma því. Í rauninni man ég ekki hvernig ég spilaði þegar ég var sautján ára, en það var ekki svona!"

Mörkin urðu ekki fleiri og því Čech að vinna sinn annan titil með Arsenal síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar. Fyrri bikarinn var 3-1 sigur Arsenal gegn Everton í Asíu bikarnum sem fram fór um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×