Banaslys á Holtavörðuheiði: Ekið of hratt miðað við aðstæður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2015 11:06 Frá vettvangi slyssins í janúar í fyrra. Mynd úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa Ökumaður fólksbifreiðar sem lenti í hörðum árekstri á Holtavörðuheiði þann 12. janúar í fyrra ók of hratt miðað við aðstæður. Þá voru hjólbarðar að framan á bifreiðinni ósamstæðir. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem skilað hefur skýrslu vegna slyssins. Hámarkshraði á vegakaflanum er 90 km/klst en fólksbifreiðinnni var ekið á bilinu 70-80 km/klst samkvæmt útreikningum. Snjór var yfir veginum, fokið hafði í skafla og nokkuð hvass vindur. Bílnum, Toyota Corolla, var ekið í norðurátt og lenti í árekstri við MAN L2000 vörubíl sem ekið var í suðurátt. Er talið að ökumaður vörubílsins hafi ekið á 69 km/klst hraða en hraðinn hafi verið kominn niður í 30 km/klst þegar ökutækin skullu saman. Vörubílinn var rúmlega fjórum sinnum þyngri en fólksbifreiðin sem var ekið í gegnum skafl. Ökumaður missti stjórn á bílnum sem byrjaði í kjölfarið að rása til á veginum. Rann hún á hlið framan á vörubílinn sem reyndi að víkja til hægri og ók utan í vegrið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, hinn átján ára gamli Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést í slysinu ásamt sextán ára gamalli kærustu. Bæði voru í bílbeltum. Eins og frægt er orðið voru líffæri Skarphéðins Andra gefin öðrum og fékk sextán ára drengur meðal annars hjarta hans. Varð líffæragjöfin til þess að vekja mikla umræðu um mikilvægi líffæragjafa hér á landi.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00 Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15 Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ökumaður fólksbifreiðar sem lenti í hörðum árekstri á Holtavörðuheiði þann 12. janúar í fyrra ók of hratt miðað við aðstæður. Þá voru hjólbarðar að framan á bifreiðinni ósamstæðir. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem skilað hefur skýrslu vegna slyssins. Hámarkshraði á vegakaflanum er 90 km/klst en fólksbifreiðinnni var ekið á bilinu 70-80 km/klst samkvæmt útreikningum. Snjór var yfir veginum, fokið hafði í skafla og nokkuð hvass vindur. Bílnum, Toyota Corolla, var ekið í norðurátt og lenti í árekstri við MAN L2000 vörubíl sem ekið var í suðurátt. Er talið að ökumaður vörubílsins hafi ekið á 69 km/klst hraða en hraðinn hafi verið kominn niður í 30 km/klst þegar ökutækin skullu saman. Vörubílinn var rúmlega fjórum sinnum þyngri en fólksbifreiðin sem var ekið í gegnum skafl. Ökumaður missti stjórn á bílnum sem byrjaði í kjölfarið að rása til á veginum. Rann hún á hlið framan á vörubílinn sem reyndi að víkja til hægri og ók utan í vegrið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, hinn átján ára gamli Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést í slysinu ásamt sextán ára gamalli kærustu. Bæði voru í bílbeltum. Eins og frægt er orðið voru líffæri Skarphéðins Andra gefin öðrum og fékk sextán ára drengur meðal annars hjarta hans. Varð líffæragjöfin til þess að vekja mikla umræðu um mikilvægi líffæragjafa hér á landi.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00 Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15 Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Banaslys í Norðurárdal Fólksbíll snerist á veginum og fór framan á stóran bíl í hestaflutningum með þeim afleiðingum að ung kona lést. Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans 12. janúar 2014 18:00
Alvarlegt umferðarslys í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan mann eftir umferðarslys í Borgarfirði nú eftir hádegi. 12. janúar 2014 14:15
Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29