Besti vinurinn fékk ekki að kveðja í hinsta sinn Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2015 17:46 Snorri Sigtryggsson var einungis 31 árs þegar hann lést. Tíkin Embla var honum afar kær. vísir/sigríður „Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn. Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“ Þetta segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem í gær fylgdi syni sínum til grafar, Snorra Sigtryggsson, ásamt tengdadóttur sinni og barnabarni. Snorri átti tíkina Emblu í sjö ár og var hún honum afar kær. Embla fékk þó ekki að kveðja eiganda sinn í hinsta sinn, vegna reglna Kirkjugarða Reykjavíkurborgar, sem kveða á um að dýr séu ekki leyfileg í kirkjugörðum.Mæðginin Sigríður og Snorri.vísir/sigríður esther„Embla er náttúrulega hluti af fjölskyldunni og af þeirra heimili. Hundar eru stór partur af okkar lífi og Snorri var alinn upp með hundum. Dóttir hans líka og þess vegna er þetta svo rangt. Maður veltir því fyrir sér í hvernig þjóðfélagi maður býr þar sem ekki má beygja svo fáránlegar reglur til að lina þjáningar og sorg svona ungs barns,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún furðar sig á því að hross séu í undantekningatilfellum leyfð í kirkjugörðum. „Þegar svokallaðar heiðursútfarir fara fram þá er í lagi að vera með hesta í garðinum. Svo eru þar auðvitað kettir þannig að maður spyr sig hvort það þurfi ekki að banna fuglum að fljúga yfir kirkjugarðinn líka,“ segir hún. Fordómar í garð hunda á Íslandi séu of algengir. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
„Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn. Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“ Þetta segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem í gær fylgdi syni sínum til grafar, Snorra Sigtryggsson, ásamt tengdadóttur sinni og barnabarni. Snorri átti tíkina Emblu í sjö ár og var hún honum afar kær. Embla fékk þó ekki að kveðja eiganda sinn í hinsta sinn, vegna reglna Kirkjugarða Reykjavíkurborgar, sem kveða á um að dýr séu ekki leyfileg í kirkjugörðum.Mæðginin Sigríður og Snorri.vísir/sigríður esther„Embla er náttúrulega hluti af fjölskyldunni og af þeirra heimili. Hundar eru stór partur af okkar lífi og Snorri var alinn upp með hundum. Dóttir hans líka og þess vegna er þetta svo rangt. Maður veltir því fyrir sér í hvernig þjóðfélagi maður býr þar sem ekki má beygja svo fáránlegar reglur til að lina þjáningar og sorg svona ungs barns,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún furðar sig á því að hross séu í undantekningatilfellum leyfð í kirkjugörðum. „Þegar svokallaðar heiðursútfarir fara fram þá er í lagi að vera með hesta í garðinum. Svo eru þar auðvitað kettir þannig að maður spyr sig hvort það þurfi ekki að banna fuglum að fljúga yfir kirkjugarðinn líka,“ segir hún. Fordómar í garð hunda á Íslandi séu of algengir. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira