Lífið

Sumarlífið: Hitað upp fyrir Þjóðhátíð í Viðey

Tinni Sveinsson skrifar
Sumarlífið mætti á upphitunarpartí fyrir Þjóðhátíð í Eyjum sem haldið var úti í Viðey á dögunum.

Hreimur, Ingó, DJ Muscleboy og Óli Geir komu fram og Sverrir Bergmann var leynigestur.

Mætingin var frábær enda tókst vel að ná ákveðinni Eyjastemmningu í partíinu sem FM957 stóð fyrir. „Þú ert búinn að fá fólkið í bátsferð, það er sjávarilmur í loftinu. Dass af rigningu en samt logn. Allir að fá sér. Já, þetta er Þjóðhátíðarstemmningin,“ segir Hreimur.

„Ég heyrði að það hefði verið slegist um miðana á þetta. Það voru þeir sem eru Þjóðhátíðarsjúkastir sem fengu miðana. Sem kunna öll lögin og eru algjörir "fanatics",“ segir Ingó, sem mun sjá um brekkusönginn á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð líkt og fyrri ár.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×