Benedikt Höwedes, varnarmaður Schalke, segir að hann hafi hafnað því að ganga í raðir Arsenal þetta sumarið, en hann ætlar að halda tryggð sinni við uppeldisfélag sitt, Schalke.
Enska félagið, Arsenal og ítalska liðið, AC Milan, höfðu bæði áhuga á Höwedes, en hann hefur verið að spila með aðalliði Schalke frá árinu 2007.
„Arsenal og AC Milan höfðu mikinn áhuga á minni þjónustu, en ég hef ákveðið að halda áfram að spila fyrir Schalke," sagði Höwedes í samtali við fjölmiðla.
Höwedes getur bæði spilað miðvörð og vinstri bakvörð, en verðmiðinn er talinn í kringum fimmtán milljónir punda.
Höwedes hafnaði Arsenal
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

