Enski boltinn

Spyrnusérfræðingurinn framlengir við Stoke

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adam sló í gegn með Burnley á sínum tíma.
Adam sló í gegn með Burnley á sínum tíma. vísir/getty
Skoski miðjumaðurinn Charlie Adam hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarliðið Stoke City.

Nýji samningurinn gildir til ársins 2017 með möguleika á einu ári til viðbótar.

Adam, sem er 29 ára, gekk til liðs við Stoke frá Liverpool 2012 og hefur síðan þá leikið 99 leiki fyrir félagið og skorað 18 mörk.

Adam, sem er þekktur fyrir mikla og góða spyrnugetu, skoraði sjö mörk í 29 deildarleikjum á síðasta tímabili, þ.á.m. eftirminnilegt mark gegn Chelsea með skoti fyrir aftan miðju.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×