Enski boltinn

Spænska innrásin hjá Stoke heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joselu skoraði átta mörk í 30 deildarleikjum fyrir Hannover á síðasta tímabili.
Joselu skoraði átta mörk í 30 deildarleikjum fyrir Hannover á síðasta tímabili. vísir/getty
Stoke City hefur fest kaup á spænska framherjanum Joselu frá Hannover 96 í Þýskalandi. Kaupverðið er átta milljónir evra.

Joselu er þriðji leikmaðurinn sem Stoke fær í sumar, á eftir varnarmanninum Philipp Wollscheid og markverðinum Jakob Haugaard.

Joselu hefur farið víða á stuttum ferli en hann lék m.a. einn leik fyrir aðallið Real Madrid árið 2011. Hann hefur einnig leikið með Celta Vigo, 1899 Hoffenheim, Eintracht Frankfurt, auk B-liðs Real Madrid.

Hjá Stoke hittir Joselu fyrir landa sína Marc Muniesa og Bojan Krkić.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×