Óttast ekki Ögmund vegna hugsanlegrar gjaldtöku Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2015 15:47 Ísólfur Gylfi segir að eitthvað verði að gera svo taka megi á móti öllum þessum ferðamönnum. Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Eitt af því sem sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur velt upp er möguleiki á gjaldtöku við Seljalandsfoss. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir nú unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Hann segir algerlega fyrirliggjandi, eins og staðan er í dag að þá þurfi aukið fjármagn svo taka megi á móti þeim gestum sem koma til dæmis að Seljalandsfossi og Skógafossi. Lausn á því gæti verið að koma upp gjaldtökuhliði við fossana. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir. Tæplega. „Það gefur augaleið að átroðningur sem fylgir er mikill.“ RÚV greindi frá þessu í hádeginu en ekki er tímabært að fullyrða um eitt né neitt á þessu stigi eins og fyrirsögnin gæti gefið til kynna. „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki. Gleðjumst yfir góðu gengi í ferðaþjónustunni. En erum að vinna nýtt deiliskipulag við Seljalandsfoss sem verður tilbúið haust. Þar með verða stækkuð bílaplön og fossinn verður alltaf í fyrirrúmi, það er hugmyndin. Þetta vinnum við meðal annars með landeigendum en bændur á svokallaðri Seljalandstorfu eiga landið á móti sveitarfélaginu.“ Ísólfur segir ástæðulaust að vorkenna þeim þar vegna fjölda ferðamanna, það sé í sjálfu sér gott en það verður að vera hægt að taka á móti fólki. Ekkert hefur verið rætt um hversu mikið á að rukka fyrir að fá að koma að fossinum, enda þetta enn aðeins hugmynd. „Ein af mörgum, annað sem nefnt hefur verið er að selja inná salerni, en við rekum salernin sem eru við Seljalandsfoss. Þetta kerfi sem við erum að skoða kostar liðlega eina milljón. Það hefur verið reynt á Þingvöllum og við Reynisfjöru.“En, má ekki búast við því að Ögmundur Jónasson þingmaður komi, reiður mjög og brjóti niður hliðin, líkt og hann gerði við Geysi? „Ég hef ekki trú á því. Enda vel hugsandi maður. Við erum vinir, við Ögmundur. Þetta er ein af þeim mörgu tillögum sem við erum að velta fyrir okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira