Fótbolti

Þýsku stelpurnar unnu eftir vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Þýska kvennalandsliðið er komið í undanúrslitin á HM kvenna í fótbolta í Kanada eftir sigur á Frökkum eftir vítakeppni í leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Það var markvörðurinn Nadine Angerer sem tryggði Þjóðverjum sigurinn með því að verja síðustu spyrnu Frakka í vítakeppninni.

Frakkar fengu færin til að tryggja sér sigurinn, bæði í venjulegum leiktíma og í framlengingu, í þessum frábæra fótboltaleik en þýsku konurnar sýndu seiglu, komu til baka og unnu síðan á síðustu spyrnu í vítakeppninni.

Louisa Nécib, leikmaður Olympique Lyon, kom Frökkum í 1-0 á 64. mínútu leiksins og það var farið að stefna í franskan sigur þegar kanadíski dómarinn Carol Chenard dæmdi vítaspyrnu á 84. mínútu fyrir hendi á leikmenn Frakka.

Þýska landsliðið varð heimsmeistari 2003 og 2007 en datt úr í átta liða úrslitunum fyrir fjórum árum þegar Japan sló út þýska liðið út. Þær japönsku fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar en nú er þýska liðið í kjörstöðu eftir að hafa slegið út einn sinn helsta keppinaut í keppninni í ár.

Þýskaland mætir annaðhvort Bandaríkjunum eða Kína í undanúrslitunum en þau mætast seinna í kvöld í sínum leik í átta liða úrslitunum.

Vítakeppnin: Þýskaland-Frakkland 5-4

1-0 Melanie Behringer, mark

1-1 Gaëtane Thiney, mark

2-1 Simone Laudehr, mark

2-2 Camille Abily, mark

3-2 Babett Peter, mark

3-3 Louisa Nécib, mark

4-3 Dzsenifer Marozsán, mark

4-4 Wendie Renard, mark

5-4 Célia Sasic, mark

Claire Lavogez, varið af Nadine Angerer




Fleiri fréttir

Sjá meira


×