Áhrifamikla lesbían, sú heimilislausa og bankastarfsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 09:45 Claire Rafferty, Fara Williams og Casey Stone. vísir/getty Englendingar eru smám saman að komast að því að þeir eiga líka kvennalandslið í fótbolta og það er að standa sig mun betur en karlarnir hafa gert undanfarin ár. Ensku stelpurnar eru að heilla alla upp úr skónum með spilamennsku sinni á HM 2015 í Kanada, en þar er liðið nokkuð óvænt komið í undanúrslit eftir frækna sigra á Noregi og heimakonum frá Kanada í útsláttarkeppninni. Enska liðið hefur meira að segja hrifið Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem segist ekkert hafa fylgst með enskir kvennaknattspyrnu fyrr en nú. Vefsíða breska blaðsins Daily Mail ákvað að kynna stelpurnar fyrir ensku þjóðinni almennilega og er úttektin virkilega skemmtileg lesning.Casey Stone.vísir/gettyKom út úr skápnum og eignaðist tvíbura Varnarmaðurinn Casey Stone varð á síðasta ári önnur í enska liðinu til að verða móðir, en leið hennar að foreldrahlutverkinu var ekki hefðbundin. Stone er í sambandi með Megan Harris, fyrrverandi samherja sínum úr Lincoln Ladies, en Harris fæddi parinu tvíbura á síðasta ári. Aðeins níu mánuðum áður hafði hin 33 ára gamla Casey komið út úr skápnum, en hún er númer níu á Regnbogalistanum; Árlegum lista yfir áhrifamesta fólk Bretlands hjá samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.Fara Williams.vísir/gettyBjó á götunni í sex ár Miðjumaðurinn Fara Williams hefur átt nokkuð erfitt líf, en hún er leikjahæsta kona breska liðsins frá upphafi. Hún var heimilislaus í sex ár á ævi sinni. Williams var alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum í bæjarblokk í Suður-London. Stundum þurfti hún að búa hjá afa sínum og ömmu. Eftir rifrildi við móður sína þegar hún var 17 ára gömul endaði hún á götunni þar sem hún bjó í sex ár. Hún hélt þó áfram að æfa fótbolta og spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum mánuðum eftir að lenda á götunni. Williams spilaði fyrstu árin sín í efstu deild án þess að segja nokkrum frá því að hún ætti hvergi heima. Það var ekki fyrr en að hún samdi við Everton, 23 ára gömul, að hún gat leigt sér íbúð. Hún spilar í dag með Katrínu Ómarsdóttur hjá Liverpool.Claire Rafferty.vísir/gettyVinnur hjá Deutsche Bank Claire Rafferty, vinstri bakvörður enska liðsins, er hálfatvinnumaður eins og svo margir aðrir kvennaknattspyrnumenn á Englandi. Ásamt því að spila fótbolta í efstu deild er Rafferty í hálfu starfi sem sérfræðingur Deutsche Bank í Lundúnum. Hún þurfti að biðja um frí frá vinnu til að komast á HM. „Þið ættuð að sjá bækurnar í herberginu mínu á hótelinu. Liðsfélagar mínir lesa mest ævisögur fótboltamanna og enginn vill skipta á þeim og bókunum mínum um vogunnarsjóði,“ sagði hún í viðtali á dögunum. Alla úttekina má lesa hér en enska liðið spilar við heimsmeistara Japan í undanúrslitum á miðvikudaginn. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Englendingar eru smám saman að komast að því að þeir eiga líka kvennalandslið í fótbolta og það er að standa sig mun betur en karlarnir hafa gert undanfarin ár. Ensku stelpurnar eru að heilla alla upp úr skónum með spilamennsku sinni á HM 2015 í Kanada, en þar er liðið nokkuð óvænt komið í undanúrslit eftir frækna sigra á Noregi og heimakonum frá Kanada í útsláttarkeppninni. Enska liðið hefur meira að segja hrifið Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem segist ekkert hafa fylgst með enskir kvennaknattspyrnu fyrr en nú. Vefsíða breska blaðsins Daily Mail ákvað að kynna stelpurnar fyrir ensku þjóðinni almennilega og er úttektin virkilega skemmtileg lesning.Casey Stone.vísir/gettyKom út úr skápnum og eignaðist tvíbura Varnarmaðurinn Casey Stone varð á síðasta ári önnur í enska liðinu til að verða móðir, en leið hennar að foreldrahlutverkinu var ekki hefðbundin. Stone er í sambandi með Megan Harris, fyrrverandi samherja sínum úr Lincoln Ladies, en Harris fæddi parinu tvíbura á síðasta ári. Aðeins níu mánuðum áður hafði hin 33 ára gamla Casey komið út úr skápnum, en hún er númer níu á Regnbogalistanum; Árlegum lista yfir áhrifamesta fólk Bretlands hjá samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.Fara Williams.vísir/gettyBjó á götunni í sex ár Miðjumaðurinn Fara Williams hefur átt nokkuð erfitt líf, en hún er leikjahæsta kona breska liðsins frá upphafi. Hún var heimilislaus í sex ár á ævi sinni. Williams var alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum í bæjarblokk í Suður-London. Stundum þurfti hún að búa hjá afa sínum og ömmu. Eftir rifrildi við móður sína þegar hún var 17 ára gömul endaði hún á götunni þar sem hún bjó í sex ár. Hún hélt þó áfram að æfa fótbolta og spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum mánuðum eftir að lenda á götunni. Williams spilaði fyrstu árin sín í efstu deild án þess að segja nokkrum frá því að hún ætti hvergi heima. Það var ekki fyrr en að hún samdi við Everton, 23 ára gömul, að hún gat leigt sér íbúð. Hún spilar í dag með Katrínu Ómarsdóttur hjá Liverpool.Claire Rafferty.vísir/gettyVinnur hjá Deutsche Bank Claire Rafferty, vinstri bakvörður enska liðsins, er hálfatvinnumaður eins og svo margir aðrir kvennaknattspyrnumenn á Englandi. Ásamt því að spila fótbolta í efstu deild er Rafferty í hálfu starfi sem sérfræðingur Deutsche Bank í Lundúnum. Hún þurfti að biðja um frí frá vinnu til að komast á HM. „Þið ættuð að sjá bækurnar í herberginu mínu á hótelinu. Liðsfélagar mínir lesa mest ævisögur fótboltamanna og enginn vill skipta á þeim og bókunum mínum um vogunnarsjóði,“ sagði hún í viðtali á dögunum. Alla úttekina má lesa hér en enska liðið spilar við heimsmeistara Japan í undanúrslitum á miðvikudaginn.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira