Áhrifamikla lesbían, sú heimilislausa og bankastarfsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2015 09:45 Claire Rafferty, Fara Williams og Casey Stone. vísir/getty Englendingar eru smám saman að komast að því að þeir eiga líka kvennalandslið í fótbolta og það er að standa sig mun betur en karlarnir hafa gert undanfarin ár. Ensku stelpurnar eru að heilla alla upp úr skónum með spilamennsku sinni á HM 2015 í Kanada, en þar er liðið nokkuð óvænt komið í undanúrslit eftir frækna sigra á Noregi og heimakonum frá Kanada í útsláttarkeppninni. Enska liðið hefur meira að segja hrifið Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem segist ekkert hafa fylgst með enskir kvennaknattspyrnu fyrr en nú. Vefsíða breska blaðsins Daily Mail ákvað að kynna stelpurnar fyrir ensku þjóðinni almennilega og er úttektin virkilega skemmtileg lesning.Casey Stone.vísir/gettyKom út úr skápnum og eignaðist tvíbura Varnarmaðurinn Casey Stone varð á síðasta ári önnur í enska liðinu til að verða móðir, en leið hennar að foreldrahlutverkinu var ekki hefðbundin. Stone er í sambandi með Megan Harris, fyrrverandi samherja sínum úr Lincoln Ladies, en Harris fæddi parinu tvíbura á síðasta ári. Aðeins níu mánuðum áður hafði hin 33 ára gamla Casey komið út úr skápnum, en hún er númer níu á Regnbogalistanum; Árlegum lista yfir áhrifamesta fólk Bretlands hjá samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.Fara Williams.vísir/gettyBjó á götunni í sex ár Miðjumaðurinn Fara Williams hefur átt nokkuð erfitt líf, en hún er leikjahæsta kona breska liðsins frá upphafi. Hún var heimilislaus í sex ár á ævi sinni. Williams var alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum í bæjarblokk í Suður-London. Stundum þurfti hún að búa hjá afa sínum og ömmu. Eftir rifrildi við móður sína þegar hún var 17 ára gömul endaði hún á götunni þar sem hún bjó í sex ár. Hún hélt þó áfram að æfa fótbolta og spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum mánuðum eftir að lenda á götunni. Williams spilaði fyrstu árin sín í efstu deild án þess að segja nokkrum frá því að hún ætti hvergi heima. Það var ekki fyrr en að hún samdi við Everton, 23 ára gömul, að hún gat leigt sér íbúð. Hún spilar í dag með Katrínu Ómarsdóttur hjá Liverpool.Claire Rafferty.vísir/gettyVinnur hjá Deutsche Bank Claire Rafferty, vinstri bakvörður enska liðsins, er hálfatvinnumaður eins og svo margir aðrir kvennaknattspyrnumenn á Englandi. Ásamt því að spila fótbolta í efstu deild er Rafferty í hálfu starfi sem sérfræðingur Deutsche Bank í Lundúnum. Hún þurfti að biðja um frí frá vinnu til að komast á HM. „Þið ættuð að sjá bækurnar í herberginu mínu á hótelinu. Liðsfélagar mínir lesa mest ævisögur fótboltamanna og enginn vill skipta á þeim og bókunum mínum um vogunnarsjóði,“ sagði hún í viðtali á dögunum. Alla úttekina má lesa hér en enska liðið spilar við heimsmeistara Japan í undanúrslitum á miðvikudaginn. Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Englendingar eru smám saman að komast að því að þeir eiga líka kvennalandslið í fótbolta og það er að standa sig mun betur en karlarnir hafa gert undanfarin ár. Ensku stelpurnar eru að heilla alla upp úr skónum með spilamennsku sinni á HM 2015 í Kanada, en þar er liðið nokkuð óvænt komið í undanúrslit eftir frækna sigra á Noregi og heimakonum frá Kanada í útsláttarkeppninni. Enska liðið hefur meira að segja hrifið Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmann Englands, sem segist ekkert hafa fylgst með enskir kvennaknattspyrnu fyrr en nú. Vefsíða breska blaðsins Daily Mail ákvað að kynna stelpurnar fyrir ensku þjóðinni almennilega og er úttektin virkilega skemmtileg lesning.Casey Stone.vísir/gettyKom út úr skápnum og eignaðist tvíbura Varnarmaðurinn Casey Stone varð á síðasta ári önnur í enska liðinu til að verða móðir, en leið hennar að foreldrahlutverkinu var ekki hefðbundin. Stone er í sambandi með Megan Harris, fyrrverandi samherja sínum úr Lincoln Ladies, en Harris fæddi parinu tvíbura á síðasta ári. Aðeins níu mánuðum áður hafði hin 33 ára gamla Casey komið út úr skápnum, en hún er númer níu á Regnbogalistanum; Árlegum lista yfir áhrifamesta fólk Bretlands hjá samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.Fara Williams.vísir/gettyBjó á götunni í sex ár Miðjumaðurinn Fara Williams hefur átt nokkuð erfitt líf, en hún er leikjahæsta kona breska liðsins frá upphafi. Hún var heimilislaus í sex ár á ævi sinni. Williams var alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum í bæjarblokk í Suður-London. Stundum þurfti hún að búa hjá afa sínum og ömmu. Eftir rifrildi við móður sína þegar hún var 17 ára gömul endaði hún á götunni þar sem hún bjó í sex ár. Hún hélt þó áfram að æfa fótbolta og spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum mánuðum eftir að lenda á götunni. Williams spilaði fyrstu árin sín í efstu deild án þess að segja nokkrum frá því að hún ætti hvergi heima. Það var ekki fyrr en að hún samdi við Everton, 23 ára gömul, að hún gat leigt sér íbúð. Hún spilar í dag með Katrínu Ómarsdóttur hjá Liverpool.Claire Rafferty.vísir/gettyVinnur hjá Deutsche Bank Claire Rafferty, vinstri bakvörður enska liðsins, er hálfatvinnumaður eins og svo margir aðrir kvennaknattspyrnumenn á Englandi. Ásamt því að spila fótbolta í efstu deild er Rafferty í hálfu starfi sem sérfræðingur Deutsche Bank í Lundúnum. Hún þurfti að biðja um frí frá vinnu til að komast á HM. „Þið ættuð að sjá bækurnar í herberginu mínu á hótelinu. Liðsfélagar mínir lesa mest ævisögur fótboltamanna og enginn vill skipta á þeim og bókunum mínum um vogunnarsjóði,“ sagði hún í viðtali á dögunum. Alla úttekina má lesa hér en enska liðið spilar við heimsmeistara Japan í undanúrslitum á miðvikudaginn.
Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira