Enski boltinn

Cabaye: Opinn fyrir því að starfa aftur með Pardew

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pardew og Cabaye náðu vel saman hjá Newcastle.
Pardew og Cabaye náðu vel saman hjá Newcastle. vísir/getty
Franski Yohan Cabaye er opinn fyrir því að endurnýja kynnin við knattspyrnustjórann Alan Pardew hjá Crystal Palace.

Cabaye lék undir stjórn Pardews hjá Newcastle United í tvö og hálft ár áður en hann var seldur til Paris Saint-Germain fyrir 23 milljónir punda í janúar 2014.

„Við Pardew náðum vel saman, ég naut tímans með honum og hann gerði frábæra hluti,“ á Cabaye að hafa sagt við franska fjölmiðla en honum hefur gengið erfiðlega að festa sig í sessi hjá PSG.

„Mikilvægast er að finna gleðina á ný. Ef ég þarf að yfirgefa PSG til að gera það væri ánægjulegt að vinna aftur með Pardew,“ sagði Cabaye sem var ánægður með lífið á Englandi.

„Ég gæti alveg eins farið aftur til Englands en mikilvægast er að ég mun hugsa mig vandlega um og taka síðan bestu ákvörðunina fyrir minn feril.“

Pardew tók við Crystal Palace af Neil Warnock um mitt síðasta tímabil og undir hans stjórn vann liðið sig upp úr fallsæti og endaði í því tíunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×