Enski boltinn

Newcastle búið að ráða McClaren

McClaren á nýja vinnustaðnum.
McClaren á nýja vinnustaðnum. vísir/getty
Steve McClaren var í dag ráðinn nýr knattspyrnustjóri hjá Newcastle United.

Hann tekur við starfinu af John Carver sem var rekinn úr starfi í gær.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Newcastle hefur reynt að fá McClaren en hann hefur tvívegis áður hafnað félaginu.

Nú var aftur á móti rétti tíminn fyrir hann að taka við liðinu. McClaren var sjálfur atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Derby í síðasta mánuði.

McClaren hefur víða komið við á ferlinum og meðal annars verið þjálfari enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×