Enski boltinn

Gylfi fær nýjan liðsfélaga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sóknarmaðurinn Andre Ayew er formlega genginn til liðs við Swansea en hann gerði fjögurra ára samning við félagið í kvöld.

Ayew er uppalinn hjá Marseille í Frakklandi en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hafði áður verið orðaður við Tottenham og Roma.

Ayew er frá Gana og er sonur Abedi Pelle, sem var þrívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins í Afríku og var í fimm ár hjá Marseille.

„Þetta er besti staðurinn til að vera á - besta deildin og þar sem maður mætir bestu leikmönnunum,“ sagði Ayew í samtali við Sky Sports.

„Swansea hefur staðið sig vel síðan liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina. Liðið spilar góðan fótbolta og sókndjarfan. Það var því eðlilegt fyrir mig að velja Swansea,“ sagði Ayew.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Swansea sem missti sóknarmaninn Wilfried Bony til Manchester City í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×