Enski boltinn

Rosicky ætlar ekki að skipta sér af ákvörðun Cech

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rosicky og Cech eru góðir félagar.
Rosicky og Cech eru góðir félagar. Vísir/Getty
Tomas Rosicky viðurkennir að hann hafi rætt við Petr Cech um framtíðaráætlanir þess síðarnefnda en Cech er sagður á leið frá Chelsea.

Rosicky leikur með Arsenal og eru forráðamenn félagsins sagðir áhugasamir um að krækja í markvörðinn öfluga. Cech á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea en hann á í harðri samkeppni við Thibaut Courtois um markvarðastöðuna.

Fullyrt hefur verið að Cech hafi þegar hafnað tilboði frá PSG í Frakklandi því hann vilji freista þess að komast að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég væri ekki sansögull ef ég myndi halda því fram að við hefðum ekki rætt saman því við höfum þekkst lengi,“ sagði Rosicky við fjölmiðla í Englandi en Rosicky og Cech hafa verið samherjar í landsliðinu undanfarin þrettán ár.

„Petr vill breyta um umhverfi og ég held að það séu nokkuð mörg félög sem hafa áhuga á honum. Ég ætla þó ekki að skipta mér að þessu. Þetta er hans ákvörðun eða félagsins og ég veit ekki hvort að Arsenal vilji í raun fá hann eða ekki.“

„En hann hefur margsýnt að hann á nóg eftir og fullt af góðum árum eftir sem markvörður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×